Veiðigjöld tóku breytingum

Veiðigjöld tóku nokkrum breytingum um síðastliðin áramót og hækkaði til …
Veiðigjöld tóku nokkrum breytingum um síðastliðin áramót og hækkaði til að mynda gjald á þorsk um 39% og 60% á ufsa. mbl.is/Sigurður Bogi

Veiðigjöld fyr­ir árið 2024 tóku nokkr­um breyt­ing­um frá fyrra ári og hækkaði gjald á fleiri teg­und­um um ára­mót­in. Til að mynda hækkaði veiðigjald á þorsk um 39%, í 26,66 krón­ur á kíló. Þá hækkaði veiðigjald á ýsu um 12% og endaði í 22,28 krón­um á meðan veiðigjald á ufsa hækkaði um heil 60% og nem­ur nú 12,14 krón­um á kíló, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu.

Á sama tíma lækkaði veiðigjald á mak­ríl um 49% og um 14% í til­felli djúpkarfa. Mesta hlut­falls­lega lækk­un­in var þó fyr­ir rækju, gulllax og grá­lúðu en gjald á þess­ar teg­und­ir var fellt niður.

„Í til­vik­um grá­lúðu, gulllax og rækju er niðurstaða út­reikn­ings reikni­stofns nei­kvæð og því til­laga Skatts­ins um fjár­hæð veiðigjalds þess­ara teg­unda 0 krón­ur á kíló­gramm á veiðigjalds­ár­inu 2024,“ út­skýr­ir mat­vælaráðuneytið í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn blaðamanns um grund­völl veiðigjalds árs­ins 2024.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: