Tekist á um fiskeldisiðnaðinn og yfirvofandi framboð

Jens Garðar Helgason, Jón Kaldal, Marta María Winkel Jónasdóttir og …
Jens Garðar Helgason, Jón Kaldal, Marta María Winkel Jónasdóttir og Diljá Mist Einarsdóttir eru gestir Stefáns Einars Stefánssonar í Spursmálum. Samsett mynd

Það er óhætt að segja að gustað hafi um lax­eld­is­mál­in hér á landi að und­an­förnu. Í Spurs­mál­um í dag verður tek­ist á um ís­lenska fisk­eld­isiðnaðinn þegar þeir Jens Garðar Helga­son aðstoðarfor­stjóri Fisk­eld­is Aust­fjarða og Jón Kal­dal, talsmaður Íslenska Nátt­úru­vernd­ar­sjóðsins og fyrr­ver­andi rit­stjóri Frétta­blaðsins mæta í settið.

Nokk­ur ný nöfn kom­in upp úr hatt­in­um

Yf­ir­ferð á helstu frétt­um vik­unn­ar verður einnig á sín­um stað þar sem rýnt verður í yf­ir­vof­andi og mögu­leg for­setafram­boð. Nokk­ur þjóðþekkt nöfn hafa verið nefnd í því sam­hengi síðustu daga og þau sögð liggja und­ir feldi til íhug­un­ar um næstu skref.

Þing­kon­an Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir fer yfir þessi mál og fleiri sem komst í há­mæli í vik­unni sem er að líða ásamt Mörtu Maríu Win­kel Jón­as­dótt­ur frétta­stjóra dæg­ur­mála hjá Morg­un­blaðinu og þekkt fyr­ir lítið annað en að vera alltaf með putt­ann á púls­in­um. 

Nýj­asti þátt­ur Spurs­mála verður sýnd­ur í beinu streymi hér á mbl.is á slag­inu kl. 14 í dag - ekki missa af því!

mbl.is