Tekist á um fiskeldisiðnaðinn og yfirvofandi framboð

Jens Garðar Helgason, Jón Kaldal, Marta María Winkel Jónasdóttir og …
Jens Garðar Helgason, Jón Kaldal, Marta María Winkel Jónasdóttir og Diljá Mist Einarsdóttir eru gestir Stefáns Einars Stefánssonar í Spursmálum. Samsett mynd

Það er óhætt að segja að gustað hafi um laxeldismálin hér á landi að undanförnu. Í Spursmálum í dag verður tekist á um íslenska fiskeldisiðnaðinn þegar þeir Jens Garðar Helgason aðstoðarforstjóri Fiskeldis Austfjarða og Jón Kaldal, talsmaður Íslenska Náttúruverndarsjóðsins og fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins mæta í settið.

Nokkur ný nöfn komin upp úr hattinum

Yfirferð á helstu fréttum vikunnar verður einnig á sínum stað þar sem rýnt verður í yfirvofandi og möguleg forsetaframboð. Nokkur þjóðþekkt nöfn hafa verið nefnd í því samhengi síðustu daga og þau sögð liggja undir feldi til íhugunar um næstu skref.

Þingkonan Diljá Mist Einarsdóttir fer yfir þessi mál og fleiri sem komst í hámæli í vikunni sem er að líða ásamt Mörtu Maríu Winkel Jónasdóttur fréttastjóra dægurmála hjá Morgunblaðinu og þekkt fyrir lítið annað en að vera alltaf með puttann á púlsinum. 

Nýjasti þáttur Spursmála verður sýndur í beinu streymi hér á mbl.is á slaginu kl. 14 í dag - ekki missa af því!

mbl.is