Vindhögg andstæðinganna

Jens Garðar Helgason, aðstoðarforstjóri Laxeldis Austfjarða, segir þá túlkun fulltrúa Íslenska náttúruverndarsjóðsins á nýrri skýrslu sem þeir sjálfir létu gera vera hreint „vindhögg.“

Hann er gestur Spursmála ásamt Jóni Kaldal, talsmanni verndarsjóðsins sem fékk Hagfræðistofnun Háskóla Íslands til þess að vinna skýrslu um áhrif sjókvíaeldis á byggð og efnahagslíf hér á landi.

Karlar af erlendu bergi brotnir

Jón birti nýverið grein á Vísi þar sem hann lagði út frá skýrslunni og benti á að mjög hefði fjölgað í hópi erlendra ríkisborgara á sunnanverðum Vestfjörðum. Auk þess hefði fjöldi karlmanna aukist langt umfram fjölgun kvenna á svæðinu.

Attachment: "Skýrsla um sjókvíaeldi" nr. 11818

Í greininni segir hann m.a.: „Sérstaka athygli vekur í skýrslu Hagfræðistofnunar hvað barnafólki fækkar á Tálknafirði og Bíldudal og hvað þeim fjölgar sem búa einir. Einstaklingarnir eru flestir karlar og virðast þeir ekki hyggja á langa dvöl á þessum slóðum. Skýrar vísbendingar eru um að stór hluti starfsmanna sjókvíaeldisfyrirtækjanna líti fremur á þorpin sem nokkurs konar verbúðir en eiginlegt heimili.

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, svaraði þessum skrifum Jóns á baksíðu Viðskiptablaðsins og er röksemdafærsla hennar á sömu nótum og fram kemur í máli Jens Garðars.

Bendir Jens á að efnahagslífið á Vestfjörðum hafi tekið stakkaskiptum eftir að uppbygging sjókvíaeldis hófst á svæðinu.

Viðtalið við Jón og Jens Garðar má sjá og heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan:

mbl.is