Eyjólfur tilkynnir ákvörðun fyrir páska

Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri.
Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri. Ljósmynd/Auðunn Níelsson

Eyj­ólf­ur Guðmunds­son, frá­far­andi rektor við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri, til­kynn­ir fyr­ir páska hvort hann ætli gefa kost á sér til embætt­is for­seta Íslands. Hann hef­ur síðustu vik­ur fundað með stuðnings­fólki sínu og ýms­um sér­fræðing­um.

„Þetta er stór ákvörðun og mik­il en ákvörðun verður tek­in fyr­ir páska. Ég er kom­inn mjög ná­lægt því að geta tekið ákvörðun,“ seg­ir Eyj­ólf­ur í sam­tali við mbl.is.

Eyj­ólf­ur bæt­ir við að fram­boð hafi ekki verið á áætl­un hans í upp­hafi árs. Hann hafi verið með aðrar áætlan­ir að loknu starfi sem rektor HA. Nú sé hann að vega og meta kosti og galla þess að fara í fram­boð.

Þurfi að end­ur­hugsa for­seta­embættið

Þegar blaðamaður mbl.is náði tali af Eyj­ólfi í gær var hann að klára fund með stuðnings­mönn­um sín­um fyr­ir norðan. Hann hef­ur einnig fundað með fólki fyr­ir sunn­an og rætt við ýmsa sér­fræðinga um stöðu mála. Seg­ist Eyj­ólf­ur vera kom­inn með spenn­andi mál­efna­grunn.

„Það sem ég hef verið að gera er að prufa ákveðna aðferðarfræði við að eiga sam­tal um for­seta­embættið, hún hef­ur gengið vel upp. Ef ég fer í fram­boð þá verður mitt fyrsta verk að nota það fund­ar­form og funda með fólki víða um land. Það skipt­ir mig miklu máli að eiga sam­tal við fólkið í land­inu um for­seta­embættið. Ég held að við þurf­um að end­ur­hugsa hvernig við hugs­um um for­seta.“

Hvað áttu við með því að end­ur­hugsa þurfi for­seta­embættið?

„For­seta­embættið er mik­il­væg­ast embætti okk­ar Íslend­inga og það er vörður fyr­ir lýðræðið. For­seta­embættið er vörður lýðræðis út frá stjórn­ar­skrá hverju sinni. Það hlut­verk hef­ur verið van­metið í mín­um huga. Við þurf­um að eiga sam­tal um hvað það þýðir að vera vörður fyr­ir lýðræðið, á tím­um þar sem ég held að lýðræðinu sé ógnað.“

Eyjólfur hefur nú í nokkurn tíma verið að íhuga framboð …
Eyj­ólf­ur hef­ur nú í nokk­urn tíma verið að íhuga fram­boð til for­seta. mbl.is/Ó​mar Óskars­son

Íslensku lýðræði ekki ógnað

Spurður hvort hann telji ís­lensku lýðræði ógnað svar­ar Eyj­ólf­ur því neit­andi.

„Ég myndi kannski ekki segja að ís­lensku lýðræði í sjálfu sér sé ógnað, held­ur er hug­mynd­inni um lýðræði í heim­in­um ógnað. Við þurf­um sjálf að vera með á hreinu hvernig við lít­um á og met­um okk­ar eigið lýðræði, og eiga sam­tal um það.

Lýðræðinu fylg­ir frelsi, og frels­inu fylg­ir meðal ann­ars mál­frelsi. Við verðum að geta tek­ist á um mál­efni án þess að við för­um ofan í þær vondu skot­graf­ir sem við sjá­um lýðræði heims­ins vera að þró­ast í, bæði vest­an­hafs og aust­an­hafs. Þetta er gríðarlega mik­il­vægt mál fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag, að við náum að eiga sam­tal um erfið mál án þess að fara í slík­ar skot­graf­ir. Þannig að sem vörður lýðræðis þá hef­ur for­seta­embættið líka ákveðnar skyld­ur til að hjálpa sam­fé­lag­inu að eiga gott og betra sam­tal.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina