Halla meyr að fundi loknum

Halla Tómasdóttir að fundi loknum í dag.
Halla Tómasdóttir að fundi loknum í dag. mbl.is/Óttar

„Mér líður bara vel. Það tók mig tíma að kom­ast þangað en mér líður mjög vel með ákvörðun­ina, og að vera um­kringd svona mik­illi hlýju og svona góðum og já­kvæðum kröft­um hér í dag skipt­ir mig miklu máli,“ seg­ir Halla Tóm­as­dótt­ir frum­kvöðull um þá ákvörðun sína að bjóða sig fram til embætti for­seta Íslands. 

Halla boðaði til blaðamanna­fund­ar í hug­mynda­hús­inu Grósku í há­deg­inu í dag og mættu um 500 manns til fund­ar­ins. 

Halla seg­ist í sam­tali við mbl.is vera pínu klökk og meyr að fundi lokn­um. 

Ekki ein­föld ákvörðun

Aðspurð hvort það hafi verið erfitt að taka ákvörðun um að bjóða sig fram seg­ir hún ákvörðun­ina að minnsta kosti ekki hafa verið ein­falda.

„Ég held að það sé aldrei ein­falt að taka svona stóra ákvörðun,“ seg­ir Halla.

Þá seg­ist hún ekki hafa haft mik­inn tíma til að liggja und­ir feldi í ljósi þess að hún var í mjög anna­sömu og krefj­andi starfi. Þar lágu fyr­ir brýn verk­efni sem þurfti að tryggja góðan far­veg áður en hún gat tekið ákvörðun­ina. 

Friður, jafn­rétti og sjálf­bærni að leiðarljósi

Halla seg­ist einnig hafa þurft að hugsa al­var­lega um sýn sína á embættið og henn­ar er­indi áður en hún ákvað að bjóða sig fram. 

„Ég hafði aldrei hugsað eft­ir 2016 að gera þetta aft­ur. Hafði ekk­ert verið að velta því fyr­ir mér, en það má segja að ég hafi ákveðið að taka af skarið fyr­ir sömu ástæðu og ég bauð mig fram síðast. Ég trúi á styrk­leika Íslands og mögu­leika þess til að láta til sín taka, þá sér­stak­lega á sviði friðar, jafn­rétt­is og sjálf­bærni.“

Margmenni í Grósku.
Marg­menni í Grósku. mbl.is/Ó​ttar

Þá bæt­ir hún við að það séu þau mál­efni sem hún hef­ur alltaf brunnið fyr­ir og hafi verið henn­ar leiðarljós.  

Þessi verk­efni eru miklu stærri núna ef eitt­hvað er seg­ir hún. „Það ger­ir það að verk­um að ég virki­lega ákvað að ég gæti ekki skor­ast und­an."

Reynsl­unni rík­ari

Halla hef­ur síðastliðin sex ár verið for­stjóri B Team, þar sem hún starfar á heimsvísu að sjálf­bærni, jafn­rétti og ábyrgð í for­ystu.

Hún seg­ist sjálf vera reynsl­unni rík­ari eft­ir að hafa unnið að þess­um verk­efn­um hér heima og á alþjóðasviðinu. Hún hafi haft tæki­færi til að vinna síðustu ár að þess­um mál­um með fram­sýn­ustu leiðtog­um heims bæði á vett­vangi stjórn­valda, með yngri kyn­slóðum og fyr­ir­tækj­um. 

„Ég held að það sé gríðarlega mik­il­vægt að embættið tali fyr­ir því að við setj­um þessi stóru mál og tæki­færi á dag­skrá og að við vinn­um sam­hent að því að vera skap­andi sam­fé­lag sem sér sókn­ar­færi bæði í at­vinnu­lífi, menn­ingu og list­um í kring­um sér­stöðu okk­ar.“

Halla seg­ir mik­il­vægt að tryggja áfram­hald­andi verðmæta­sköp­un á grunni nátt­úru Íslands með því að vinna á sjálf­bær­an hátt, sem vissu­lega sé einnig jafn­rétt­is- og mann­rétt­inda­mál í víðum skiln­ingi. 

„Þar höf­um við verið í far­ar­broddi og vilj­um tryggja að svo sé áfram.“

Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi og Björn Skúla­son­ eiginmaður hennar.
Halla Tóm­as­dótt­ir for­setafram­bjóðandi og Björn Skúla­son­ eig­inmaður henn­ar. mbl.is/Ó​ttar

 Sérstaða Íslands mik­il­væg

„Ég held að það sé ákaf­lega mik­il­vægt að við séum þjóð sem reyn­ir ekki að skipa okk­ur í lið held­ur velj­um frið. Við get­um verið vett­vang­ur þess í heimi þar sem aðrir velja stríð.

Litl­ar þjóðir geta ekki síst skipt sköp­um að mínu mati, og ekki síst þessi þjóð með þessa sér­stöðu, á þess­um sviðum á svona tím­um.“

Hún seg­ir helstu áskor­an­ir snúa að því að vera áfram sam­held­in og skap­andi þjóð sem vinn­ur sam­an að þess­um tæki­fær­um. 

„Ég held að það sé ákveðin áskor­un á Íslandi sem og ann­ars staðar í dag að við þurf­um kannski að læra aft­ur að tala sam­an og sýna hvort öðru virðingu jafn­vel þó skoðanir séu ólík­ar. Það er ekki gott að búa í sam­fé­lagi sem er í stríði við sjálft sig.“

Vill eiga sam­tal við þjóðina

Spurð út í verk­efn­in framund­an seg­ist Halla vilja fara og hitta sem flesta á þeirra heima­velli. Hún ætl­ar að byrja hjá mömmu sinni og eldri borg­ur­um í Kópa­vogi og svo hitta ungt fólk víða í vik­unni. 

Svo verður farið í heim­sókn­ir allt í kring­um landið og á vinnustaði. 

„Ég vil heyra hvað brenn­ur á fólki. Hlusta á það og eiga sam­tal sem víðast.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina