Leið eins og hitinn væri 62,3 gráður

Það var þétt skipað á Recreio dos Bandeirantes-ströndinni í Rio …
Það var þétt skipað á Recreio dos Bandeirantes-ströndinni í Rio de Janeiro í Brasilíu á sunnudaginn þegar hitamet féll í landinu. AFP/Tercio Teixeira

Hita­met var slegið í Bras­il­íu í gær í borg­inni Rio de Jan­eiro, en hita­bylgja geng­ur nú yfir landið. Hita­metið nær til þess hita sem fólk upp­lif­ir vegna hás loftraka, en út frá þeim skala virkaði hit­inn eins og 62,3°C.

Hita­stig er bæði hægt að mæla sem loft­hita líkt og við þekkj­um alla jafna á hita- eða kulda­töl­um hér á landi og víðar. Þegar kalt er í veðri og hvasst er þó stund­um talað um vind­kæl­ingu og er þá mælt hvert kulda­stigið er sem fólk upp­lif­ir.

Það sama er hægt að gera þegar mik­ill hiti er, en þegar loftraki er mik­ill upp­lif­ir fólk tals­vert hærra hita­stig en loft­hit­inn í raun er.

Fjöldi fólks reyndi að kæla sig í sjónum í mikilli …
Fjöldi fólks reyndi að kæla sig í sjón­um í mik­illi hita­bylgju. AFP

Í gær­morg­un um klukk­an 9.55 að staðar­tíma mæld­ist loft­hit­inn í Rio de Jan­eiro 42°C, en vegna loftraka virkaði það eins og 62,3°C og er það hæsta slíka hita­mæl­ing­in sem mælst hef­ur þar í landi í um ára­tug síðan slík­ar mæl­ing­ar hóf­ust. Fyrra metið var 59,7°C.

Íbúar í borg­inni fjöl­menntu á Ipanema og Copacabana-strand­irn­ar sem borg­in er þekkt fyr­ir til að reyna að kæla sig.

Frek­ari vanda­mál á sjón­deild­ar­hringn­um

Á sama tíma og hita­metið féll í Rio de Jan­eiro skapaði úr­hell­is­rign­ing mik­il vanda­mál í suður­hluta lands­ins. Ótt­ast veður­fræðing­ar að kulda­bakki geti svo dregið að enn frek­ara úr­helli og storma­veður á kom­andi dög­um.

mbl.is