Verð á grásleppu hækkar á ný

Verð á grásleppu hefur tekið við sér eftir verðhrun í …
Verð á grásleppu hefur tekið við sér eftir verðhrun í síðustu viku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eft­ir að meðal­verð á grá­sleppu hrundi niður í aðeins rúm­ar 133 krón­ur á kíló á inn­lend­um fisk­mörkuðum í síðustu viku gerðu marg­ir grá­sleppu­sjó­menn hlé á veiðum. Síðan hef­ur verð tekið við sér á ný og feng­ust að meðaltali tæp­lega 372 krón­ur á kíló í gær. Það er um 179% verðhækk­un frá því að verð var lægst 12. mars.

Ákveðið var í lok fe­brú­ar að flýta upp­hafs­dag grá­sleppu­veiða frá 20. mars til 1. mars. Fékkst í fyrstu þokka­legt verð en þegar magn fór að aukast mikið varð þrýst­ing­ur á verð. Náði magnið há­marki 11. mars þegar rúm 22 tonn af grá­sleppu voru seld á fisk­mörkuðum lands­ins. Þann dag feng­ust 275 krón­ur á kíló.

Rúm ell­efu tonn af grá­sleppu var seld á fisk­mörkuðunum 12. mars þegar verð féll í 133 krón­ur. æI kjöl­farið ákváðu marg­ir að gera hlé á veiðum, en Fiski­stofa til­kynnti 6. mars að hand­höf­um grá­sleppu­leyfa væri heim­ilt að geyma veiðidaga sína til 20 mars þegar hefðbundið veiðitíma­bil hefst.

Hef­ur grá­sleppu­magn dreg­ist veru­lega sam­an og var aðeins selt rúmt eitt tonn á fisk­mörkuðum í gær þegar ágætis­verð fékkst fyr­ir afl­ann.

Alls hafa verið seld rúm 92 tonn af grá­sleppu á fisk­mökuðum frá því að veiðar hóf­ust 1. mars.

mbl.is