Ísland þriðja hamingjusamasta land heims

Ísland er þriðja hamingjusamasta land heims samkvæmt alþjóðlegu hamingjuskýrslunni fyrir …
Ísland er þriðja hamingjusamasta land heims samkvæmt alþjóðlegu hamingjuskýrslunni fyrir árið 2024. mbl.is/RAX

Alþjóðlegi ham­ingju­dag­ur­inn er í dag, 20. mars. Tólf ár eru liðin frá því að fyrsta alþjóðlega ham­ingju­skýrsl­an var gef­in út, en síðan þá hef­ur verið gef­inn út ár­leg­ur listi yfir ham­ingju­söm­ustu lönd heims. 

Nú hef­ur list­inn yfir ham­ingju­söm­ustu lönd heims fyr­ir árið 2024 verið gef­inn út, en Ísland er á þriðja sæti list­ans rétt eins og á síðasta ári. Árið 2022 var Ísland hins veg­ar á fjórða sæti list­ans. 

Finn­land er ham­ingju­sam­asta land heims

Finn­land er enn og aft­ur á toppi list­ans, en þetta er sjö­unda árið í röð sem Finn­land er valið ham­ingju­sam­asta land heims. 

10 ham­ingju­söm­ustu lönd heims árið 2024:

  1. Finn­land
  2. Dan­mörk
  3. Ísland
  4. Svíþjóð
  5. Ísra­el
  6. Hol­land
  7. Nor­eg­ur
  8. Lúx­em­borg
  9. Sviss
  10. Ástr­al­ía
Finnland er hamingjusamasta land heims sjöunda árið í röð!
Finn­land er ham­ingju­sam­asta land heims sjö­unda árið í röð! Ljós­mynd/​Unsplash/​Taneli Laht­in­en
mbl.is