Orkuskipti þurfa að ganga hraðar

Umtalsverð eftirspurn er frá stórnotkun og hefur raforkuverð í heildsölu …
Umtalsverð eftirspurn er frá stórnotkun og hefur raforkuverð í heildsölu undanfarin tvö ár nálgast verð annars staðar á Norðurlöndum. mbl.is/Sigurður Bogi

Nýtt fram­boð raf­orku mæt­ir ekki auk­inni eft­ir­spurn fyrr en mögu­lega eft­ir þrjú ár. Ef nýja fram­boðinu er ekki ráðstafað í önn­ur verk­efni gæti það dugað fyr­ir um­fangs­mikl­um orku­skipta­verk­efn­um árið 2030.

Þetta kem­ur fram í nýrri orku­spá Orku­stofn­un­ar til 2050.

Um­tals­verð eft­ir­spurn er frá stór­notk­un og hef­ur raf­orku­verð í heild­sölu und­an­far­in tvö ár nálg­ast verð ann­ars staðar á Norður­lönd­um. 

Þótt auk­inn vilji sé til að byggja nýja raf­orku­vinnslu hef­ur í mörg­um til­fell­um und­ir­bún­ing­ur virkj­ana­kosta og teng­ing þeirra við flutn­ings­kerfið gengið hægt, þrátt fyr­ir að samþykki í ramm­a­áætl­un liggi fyr­ir. 

Þurfa orku­skipti að ganga hraðar en í grunn­spá svo Íslend­ing­ar nái að upp­fylla skuld­bind­ing­ar sín­ar í lofts­lags­mál­um, seg­ir í spánni. 

Þurf­um að auka stuðning

Sam­kvæmt spám verður bein notk­un raf­orku vegna orku­skipta nærri 2,4 TWh og allt að 10 TWh vegna fram­leiðslu ra­feldsneyt­is árið 2050 til jafns við notk­un inn­an­lands og milli landa.

Auk­inn stuðning þarf við fram­leiðslu ra­feldsneyt­is svo hag­kvæmni ná­ist eða að lækka raf­orku­verð um­fram vænta þróun.

28 þúsund raf­bíl­ar

Í þess­um mánuði eru 283 þúsund öku­tæki í um­ferð, þar af 27 þúsund raf­bíl­ar í flokki fólks­bíla, eitt þúsund raf­bíl­ar í flokki sendi­bíla og 50 raf­bíl­ar í flokki vöru- og hóp­bif­reiða. 

Í orku­spánni kem­ur fram að ný­skrán­ing­ar­hlut­fall hrein­orku­bíla auk­ist. Þá er gert ráð fyrri að notk­un jarðefna­eldsneyt­is í vega­sam­göng­um fari minnk­andi. 

Orku­skipti fólks­bíla ganga vel en þyngri öku­tæki eru kom­in skem­ur.

Fiski­skip hefja notk­un vist­vænn­ar orku á næstu árum en í litlu magni. Má bú­ast við að vist­væn orka stærri skipa nái 50% af orku­notk­un árið 2050. Minni fisk­veiðibát­ar verða fljót­ari að ná því marki, eða árið 2040.

Stærsti los­un­arþátt­ur­inn

Jarðefna­eldsneyt­is­notk­un er stærsti ein­staki los­un­arþátt­ur Íslend­inga sem er á beinni ábyrgð Íslands og þurfa orku­skipti inn­an­lands að ganga um­tals­vert hraðar en í grunn­spá svo mark­mið og skuld­bind­ing­ar Íslands í lofts­lags­mál­um ná­ist.

mbl.is