Barrymore kýs notalegheit og einfaldleika

Drew Barrymore.
Drew Barrymore. AFP

Banda­ríska leik­kon­an Drew Barrymore kom mörg­um á óvart þegar hún sýndi frá heim­ili sínu í New York-borg á sam­fé­lags­miðlin­um TikT­ok. Heim­ili leik­kon­unn­ar er smekk­legt og hlý­legt, án íburðar og glamúrs. Flest­ir bú­ast við því að sjá glæsi­leika og glamúr á heim­il­um Hollywood-stjarna en Barrymore virðist kjósa nota­leg­heit og ein­fald­leika. 

„Ég elska að vera heima hjá mér,“ skrifaði Barrymore við færsl­una sem er 15 sek­úndna mynd­skeið. 

Leik­kon­an, sem gerði garðinn fræg­an í kvik­mynd­inni E.T. frá ár­inu 1982, sýndi fylgj­end­um sín­um inn í eld­húsið sitt, þegar hún spældi sér egg, og kíkti einnig í fata­skáp­inn sinn, sem er mjög hefðbund­inn, alla­vega miðað við fata­skápa Kar­dashi­an-fjöl­skyldumeðlima. 

Barrymore gladdi aðdá­end­ur sína og fylgj­end­ur með færsl­unni, en flest­ir voru sam­mála um það hversu ánægju­legt væri að sjá Hollywood-stjörnu í venju­legri íbúð, að gera hvers­dags­lega hluti og bara lifa friðsömu og ein­földu lífi. 

Leik­kon­an býr ásamt tveim­ur dætr­um sín­um, Oli­ve og Frankie.

mbl.is