Sagði Baldur þjóðinni ósatt?

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 2:42
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 2:42
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Aðdrag­and­inn að fram­boði Bald­urs Þór­halls­son­ar til embætt­is for­seta virðist hafa verið þaul­skipu­lagður að sögn al­manna­tengla. Það geng­ur í ber­högg við yf­ir­lýs­ing­ar fram­bjóðand­ans sjálfs.

Þetta kem­ur fram í spjalli þeirra Nadíne Guðrún­ar Yag­hi og Þór­hild­ar Þor­kels­dótt­ur í Spurs­mál­um í dag. Þær eru báðar reynd­ir fjöl­miðlamenn og starfa í dag við al­manna­tengsl, ann­ars veg­ar hjá flug­fé­lag­inu Play og hins veg­ar hjá sam­skipta- og ráðgjaf­ar­fyr­ir­tæk­inu Brú.

Baldur Þórhallsson tilkynnir framboð sitt til forseta Íslands.
Bald­ur Þór­halls­son til­kynn­ir fram­boð sitt til for­seta Íslands. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Und­ir­bún­ing­ur­inn til fyr­ir­mynd­ar

Þór­hild­ur seg­ir að und­ir­bún­ing­ur­inn að fram­boðinu og fram­setn­ing­in þegar það var til­kynnt hafi verið til mik­ill­ar fyr­ir­mynd­ar.

„Ég gef þeim A+ fyr­ir fram­setn­ing­una og út­færsl­una á því hvernig þeir gera þetta. allt í einu fæ ég in­væt um að læka face­book-síðu þar sem þeir eru hvatt­ir til að koma fram. Svo í fram­hald­inu koma frétt­irn­ar, það hafa marg­ir komið að máli við mig, við liggj­um und­ir feldi, við erum að hugsa þetta...“

Og Nadine bæt­ir við að þarna hafi verið búið að hugsa hlut­ina í þaula.

Stórt plan

„Já reynd­ar mjög aug­ljóst að það var búið að ákveða þetta, held ég. Þetta er stórt plan. Svo setja þeir inn þessa mynd, til­kynn­ing­in um að þeir séu að fara að til­kynna um þetta. Hún er rosa­lega flott, fjöl­skyldu­mynd með öll­um barna­börn­un­um, þjóðþekkt leik­arap­ar. Þetta er fag­ur­fræðilega mjög vel gert.“

En þá vakn­ar spurn­ing­in um hvort fram­boðið hafi í raun orðið að veru­leika vegna stuðnings úr óvæntri átt og að Bald­ur og Fel­ix hafi svarað kall­inu eða hvort þarna hafi þeir sjálf­ir stýrt at­b­urðarás­inni að ein­hverju leyti.

Sé grein­ing Nadine rétt, ríma lýs­ing­ar fram­bjóðand­ans ekki al­veg við það sem gerðist að tjalda­baki, eða hvað?

„Planað og ekki planað. Ég veit ekki hvort þeir hafi beint verið bún­ir að ræða það sín á milli en jú, ég held að þetta hafi verið planað,“ seg­ir Nadine.

Er þetta ekki bara svona með ein­um eða öðrum hætti þegar fólk fer í fram­boð, það út­fær­ir það ein­hvern veg­inn. Svo var gam­an að sjá að blaðamanna­fund­ur­inn byrjaði klukk­an tólf á há­degi og svo þegar ég var að keyra klukk­an tvö þá var bara kom­in aug­lýs­ing á strætó­skýli.“

Viðtalið við Nadine og Þór­hildi má sjá og heyra í heild sinni hér fyr­ir neðan:

mbl.is

Bloggað um frétt­ina