Tekst Seðlabankanum að temja trippið?

Nadine Guðrún Yaghi, Ásgeir Jónsson og Þórhildur Þorkelsdóttir eru gestir …
Nadine Guðrún Yaghi, Ásgeir Jónsson og Þórhildur Þorkelsdóttir eru gestir Stefáns Einars Stefánssonar í Spursmálum. Samsett mynd

Ásgeir Jóns­son seðlabanka­stjóri var aðalviðmæl­andi Stef­áns Ein­ars Stef­áns­son­ar í nýj­asta þætti af Spurs­mál­um sem sýnd­ur var í beinu streymi fyrr í dag.

Upp­taka af þætt­in­um er öll­um aðgengi­leg og má nálg­ast í spil­ar­an­um hér að neðan en einnig á Spotify og Youtu­be.

Krefj­andi spurn­ing­ar

Í þætt­in­um var krefj­andi spurn­ing­um beint að seðlabanka­stjóra um horf­urn­ar á efna­hags­markaði hér á landi.

Pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabank­ans til­kynnti í vik­unni um að staða stýri­vaxta héld­ist óbreytt og yrði áfram í 9,25 pró­sent­um. Ákvörðunin hef­ur valdið þó nokkru upp­hlaupi einkum í sam­hengi við ný und­ir­ritaða kjara­samn­inga sem ætlað var að hafa áhrif á lækk­un og þróun verðbólgu.

Knúið var á um svör hvernig haga megi rík­is­fjár­mál­un­um bet­ur til að ná niður verðbólgu með skjót­ari hætti.

Stjórn­end­ur Eft­ir­mála í Spurs­mál­um

Yf­ir­ferð á stærstu frétt­um vik­unn­ar var í góðum hönd­um þessa vik­una. Nadine Guðrún Yag­hi sam­skipta­stjóri flug­fé­lags­ins Play og Þór­hild­ur Þor­kels­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri hjá Brú Stra­tegy mættu í settið og rýndu helstu frétt­ir líðandi viku.

Sam­hliða störf­um sín­um halda þær Nadine og Þór­hild­ur úti hlaðvarpsþátt­un­um Eft­ir­mál sem notið hafa mik­illa vin­sælda. Í hlaðvarpsþátt­un­um kryfja þær stöll­ur göm­ul og ný­leg frétta­mál en þar eru þær al­ger­lega á heima­velli. Enda eiga þær báðar að baki far­sæl­an fer­il sem frétta­kon­ur og þekkja vel til fjöl­miðlaum­hverf­is­ins.

Fylgstu með fræðandi og fjör­ugri sam­fé­lagsum­ræðu í Spurs­mál­um alla föstu­daga kl. 14 hér á mbl.is.

mbl.is