Besti bíll í heimi hefur enn ekki selst

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Þegar Nadine Guðrún Yag­hi var spurð út í það í Spurs­mál­um hver yrði stærsta frétt kom­andi viku taldi hún víst að það yrði frétt um að bíll­inn henn­ar hafi selst. Sala þessa ósköp venju­lega fjöl­skyldu­bíls hef­ur ratað í fjöl­miðla, ekki síst  fyr­ir þær sak­ir að verðandi eig­inmaður Nadine, Snorri Más­son, fjöl­miðlamaður, lýsti því hátíðlega yfir að um væri að ræða besta bíl í heimi.

    Eng­um sög­um fer af íhlut­un Neyt­enda­stofu vegna hinn­ar dig­ur­barka­legu yf­ir­lýs­ing­ar Snorra, en full­yrðing hans virðist þó ekki hafa nægt til þess að spennt­ir kaup­end­ur flykkt­ust á bíla­söl­una þar sem hinn silf­ur­litaði Mitsu­bis­hi Outland­er er aug­lýst­ur til sölu.

    Einnig í bíla­hug­leiðing­um

    Þór­hild­ur Þor­kels­dótt­ir, fyrr­um fjöl­miðlakona, var gest­ur þátt­ar­ins ásamt Nadine og upp­lýsti þar að hún væri í bif­reiðarleit. Ekki virðist gylli­boð Snorra hafa hreyft við henni en hún seg­ist þó vera í leit að „blend­ingi“ sem henti vel fyr­ir fjöl­skyld­una.

    Viðtalið við Þór­hild­ir og Nadine má sjá og heyra í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir neðan:

    Snorri Másson og Nadine Guðrún Yaghi hafa sett bílinn sinn …
    Snorri Más­son og Nadine Guðrún Yag­hi hafa sett bíl­inn sinn á sölu en hægt hef­ur gengið að koma hon­um út. Sam­sett mynd
    mbl.is

    Bloggað um frétt­ina