Lag Kaleo með yfir milljarð spilana á Spotify

Jökull Júlíusson forsprakki KALEO.
Jökull Júlíusson forsprakki KALEO. Ljósmynd/Aðsend

Á und­an­förn­um árum hef­ur ís­lenska hljóm­sveit­in Kal­eo slegið ræki­lega í gegn um all­an heim. Nú hef­ur eitt af lög­um þeirra, Way Down We Go af plöt­unni A/​B, fengið yfir millj­arð spil­ana á streym­isveit­unni Spotify. 

Hljóm­sveit­ina skipa þeir Jök­ull Júlí­us­son, aðal­söngv­ari og gít­ar­leik­ari, Daní­el Kristjáns­son bassa­leik­ari, Ru­bin Pollock aðal­g­ít­ar­leik­ari, Davíð Ant­ons­son trommu­leik­ari og Þor­leif­ur Gauk­ur Davíðsson munn­hörpu­leik­ari. 

Kal­eo er með yfir 14 millj­ón­ir mánaðarlegra hlust­enda á Spotify og hafa lög þeirra fengið yfir fimm bill­jón­ir spil­ana sam­tals á streym­isveit­unni. Þá hef­ur lagið Way Down We Go fengið flest­ar spil­an­ir á Spotify, eða yfir millj­arð, og hef­ur tón­list­ar­mynd­band lags­ins fengið yfir 646 millj­ón­ir áhorfa á YouTu­be. 

Æsku­vin­ir frá Mos­fells­bæ sem urðu að rokk­stjörn­um

Hljóm­sveit­in kem­ur frá Mos­fells­bæ og var stofnuð árið 2012. Kal­eo kom fram í fyrsta sinn á Ice­land Airwaves tón­list­ar­hátíðinni árið 2012, en sama ár unnu þeir hug og hjörtu lands­manna þegar þeir gáfu út ábreiðu á lag­inu Vor í Vagla­skógi.

Síðan þá hef­ur hljóm­sveit­in gefið út þrjár plöt­ur, Kal­eo árið 2013, A/​B árið 2016 og Surface Sounds árið 2021, ferðast um all­an heim og haldið eft­ir­sótta tón­leika og verið til­nefnd til Grammy-verðlauna fyr­ir besta rokk­flutn­ing árs­ins á lag­inu No Good svo eitt­hvað sé nefnt. 

Þá hef­ur tónlist þeirra verið spiluð í heims­fræg­um þátt­um á borð við Suits, Orange is the New Black, Grey's Anatomy og The Vampire Di­aries, en þeir hafa einnig komið fram á stór­um tón­list­ar­hátíðum á borð við Coachella, Lollap­alooza og Bonn­aroo, og hitað upp fyr­ir goðsagn­irn­ar í Roll­ing Stones þris­var sinn­um.  

mbl.is