Vill sem minnstar launahækkanir og mest aðhald

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 3:24
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 3:24
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Seðlabank­inn vill sjá sem mest aðhald á rík­is­fjár­mál­um þótt banka­stjóri vilji ekki gefa bend­ing­ar um hvernig það skuli gert. Þá vill bank­inn sem minnst­ar launa­hækk­an­ir til að varðveita stöðug­leika.

Þetta kem­ur fram í viðtali við Ásgeir Jóns­son í Spurs­mál­um þar sem staðan í hag­kerf­inu er rædd, stýri­vext­ir Seðlabank­ans og hvers megi vænta af pen­inga­stefnu­nefnd hans þegar líður á árið.

Orðaskipti seðlabanka­stjóra og þátt­ar­stjórn­anda má heyra í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan en þau eru einnig rak­in í rituðu máli hér fyr­ir neðan:

Ásgeir Jónsson mætir í ítarlegt viðtal á vettvangi Spursmála, þar …
Ásgeir Jóns­son mæt­ir í ít­ar­legt viðtal á vett­vangi Spurs­mála, þar sem svara er leitað og eft­ir þeim gengið. mbl.is/​María Matth­ías­dótt­ir

Þú nefn­ir verka­lýðshreyf­ing­una, það er önn­ur hlið á pen­ingn­um, þið eruð í myntslátt­unni, þú þekk­ir þetta vel, það er ekki sama mynd­in, hinu meg­in á pen­ingn­um er rík­is­valdið og rík­is­fjár­mál­in sem ykk­ur er tíðrætt um. Nú horf­um við upp á það í viku hverri að ráðherr­arn­ir sem virðast vera að búa sig und­ir kosn­ing­ar koma með út­gjaldalof­orð, það á að tvö­falda lista­manna­laun­in, það á að dæla hér pen­ing­um í þjóðaróperu, það á að reisa þjóðar­höll, það á að reisa hér brú yfir Foss­vog sem eng­inn mun nota fyr­ir 10 eða 14 millj­arða. Þið hljótið að svitna á efri­vör­inni þegar þið sjáið öll þessi út­gjalda­fyr­ir­heit. Því það hlýt­ur að kynda und­ir, ekki aðeins skuld­setn­ingu rík­is­sjóðs sme er enn rek­inn með bullandi tapi og þar með pen­inga­prent­un held­ur hlýt­ur það að ýta und­ir verðbólgu­vænt­ing­arn­ar um leið? Er ekki óá­byrgt af stjórn­völd­um að tala með þess­um hætti við þess­ar aðstæður?

„Ég myndi kannski ekki segja það hins veg­ar skipta rík­is­fjár­mál­in miklu máli og að ein­hverju leyti þegar covid-áfallið kom þá var rík­is­fjár­mála­stefn­an að ein­hverju leyti tek­in úr sam­bandi.“

Af hverju mynd­ir þú ekki segja að þetta sé óá­byrgt, ef þetta kynd­ir und­ir verðbólg­unni?

„Eins og ég segi, þá held ég að fjár­málaráðherra hafi ekki talað með þess­um hætti, ég held að hún átti sig al­veg á því...“

Skipt­ir máli að koma rikis­fjár­mál­un­um sam­an

Hún hef­ur sagt að þjóðar­höll­in sé í al­gjör­um for­gangi.

„Ég get ekki tekið að mér að for­gangsraða rík­is­út­gjöld­um [...] ég held ég væri kom­inn út fyr­ir mitt umboð, en auðvitað skipt­ir máli að ná rík­is­fjár­mál­un­um sam­an. Þetta lend­ir allt á sama tíma, áfallið vegna Grinda­vík­ur þar sem 1% þjóðar­inn­ar miss­ir heim­ili sitt...“

Það er nóg af út­gjöld­um svo menn bæti ekki við óþarfa.

„Já ég er al­veg sam­mála því. Og það er auðveld­ara að vinna í rík­is­fjár­mál­um þegar það er hag­vöxt­ur.“

Ég ætla þá að fá að endur­orða spurn­ing­una. Finnst þér stjórn­völd leggja nægi­lega mikið af mörk­um til þess að ná þessu mark­miði að ná verðbólg­unni niður. Finnst þér þessi atriði sem ég hef talið hér upp og eru op­in­ber í ís­lensk­um fjöl­miðlum, einkum Morg­un­blaðinu, finnst þér þetta fram­lag til þess að ná verðbólg­unni niður?

„Já, við eig­um eft­ir að sjá það. Þau eiga eft­ir að leggja fram nýja rík­is­fjár­mála­áætl­un.“

Þar vilt þú sjá aðhald.

„Líka bara hvernig þetta er fjár­magnað, þessi út­gjöld, hvernig ríkið fer að því.“

Nú er ljóst að ríkið er rekið með halla. Það eru bara tvær leiðir til þess, að skera niður rík­is­út­gjöld eða hækka skatta. Ja þriðja leiðin er  ja bara að taka bara meira af lán­um eins og Stein­grím­ur Her­manns­son lagði svo eft­ir­minni­lega til. Hvaða leið hugn­ast Seðlabank­an­um best í því til­liti?

Seðlabank­inn vill af­gang af rík­is­sjóði og litl­ar launa­hækk­an­ir

„Ef þú spyrð Seðlabank­ann þá vill hann alltaf sem allra minnst­ar launa­hækk­an­ir og sem mest­an af­gang af rík­is­sjóði. Auðvitað vilj­um við sjá sem mest aðhald.“

Ætlið þið að fara á und­an með góðu for­dæmi með ykk­ar stóru stofn­un?

„Já, já. Rekst­ur Seðlabank­ans, ég held að að raun­v­irði sé hann minni núna en þegar ég tók við.“

Viðtalið við Ásgeir Jóns­son, seðlabanka­stjóra, má sjá og heyra í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir neðan:

mbl.is