Svona er dagur í lífi „Done-gæjans“

Róbert Freyr Samaniego ásamt kærustu sinni Sylvíu Erlu Melsted.
Róbert Freyr Samaniego ásamt kærustu sinni Sylvíu Erlu Melsted. Ljósmynd/Aðsend

Ró­bert Freyr Saman­iego, stofn­andi og eig­andi vörumerk­is­ins Done, hef­ur vakið mikla at­hygli á TikT­ok frá því hann byrjaði að aug­lýsa nýj­an ís­lensk­an próteindrykk á miðlin­um sem hann setti á markað í októ­ber síðastliðnum.

Á dög­un­um deildi hann held­ur per­sónu­legra mynd­bandi á reikn­ingi Done þar sem hann gaf fylgj­end­um inn­sýn í sitt dag­lega líf. 

Byrj­ar dag­inn á kaffi­bolla og Morg­un­blaðinu

Ró­bert byrj­ar alla morgna á að fá sér cappucc­ino, en á meðan hann nýt­ur kaffi­boll­ans les hann að sjálf­sögðu Morg­un­blaðið. Að því loknu kem­ur hann sér út í dag­inn, en þenn­an dag fór hann meðal ann­ars í út­varps­viðtal, sótti vör­ur, gaf áhrifa­völd­um vör­ur, mætti í rækt­ina, sótti sér kjöt og dýr­an pip­ar, smakkaði sard­ín­ur, eldaði ang­us rib-eye steik og fékk sér rauðvín með og endaði svo dag­inn á fundi með er­lend­um aðilum. 

mbl.is