Baldur með mesta fylgið

Baldur hlýtur mestan stuðning landsmanna ef marka má nýja könnun …
Baldur hlýtur mestan stuðning landsmanna ef marka má nýja könnun frá Prósent. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bald­ur Þór­halls­son for­setafram­bjóðandi hlýt­ur mest fylgi lands­manna ef marka má nýja net­könn­un Pró­sents. Bald­ur er 22 pró­sentu­stig­um á und­an Höllu Tóm­as­dótt­ur sem verm­ir annað sætið.

Könn­un­in, sem var fram­kvæmd frá 20. til 27. mars, er byggð á svör­um 1.950 ein­stak­linga 18 ára og eldri. 

Hátt hlut­fall óákveðna

Þátt­tak­end­ur í könn­un­inni voru spurðir hvaða fram­bjóðanda þeir myndu vilja sjá sem næsta for­seta Íslands. 

Flest­ir sögðust vilja sjá Bald­ur sem næsta for­seta, eða 37%.

15% sögðust vilja sjá Höllu sem næsta for­seta, 5% vildu sjá Arn­ar Þór Jóns­son, 4% Ásdísi Rán Gunn­ars­dótt­ur, 2% Ástþór Magnús­son Wium, 1% Agnieszka So­kolowska og 1% Sig­ríði Hrund Pét­urs­dótt­ir. 

Aðrir fram­bjóðend­ur hlutu sam­an­lagt 2%. 

At­hygli vek­ur að 34% svar­enda sögðust ekki vita hvaða fram­bjóðenda þeir myndu vilja sjá á Bessa­stöðum. 

Halla Tómasdóttir vermir annað sæti listans í könnuninni.
Halla Tóm­as­dótt­ir verm­ir annað sæti list­ans í könn­un­inni. mbl.is/Ó​ttar

Bald­ur með meg­inþorra þeirra ákveðnu

Séu óákveðnir svar­end­ur tekn­ir úr meng­inu sögðust 56% þeirra ákveðnu vilja sjá Bald­ur sem næsta for­seta og 23% vildu sjá Höllu Tóm­as­dótt­ur í embætt­inu. 

8% vildu sjá Arn­ar Þór á Bessa­stöðum, 5% Ásdísi Rán, 3% Ástþór Magnús­son, 1% Agnieszka So­kolowska og 1% Sig­ríði Hrund. 

Aðrir fram­bjóðend­ur hlutu 3%. 

Ald­ur­mengi Bald­urs yngra en hjá Höllu

Sé tekið mið af aldri svar­enda þá sæk­ir Bald­ur mest sitt fylgi til 25-64 ára, en Halla Tóm­as­dótt­ir er með mest fylgi hjá 45 ára og eldri.

Þá voru flest­ir þeirra óákveðnu á ald­ur­bil­inu 18-24 ára eða 55%. 

mbl.is