Steinunn Ólína íhugar alvarlega að bjóða sig fram

Leikkonan Steinunn Ólína á sviði. Hún er alvarlega að hugleiða …
Leikkonan Steinunn Ólína á sviði. Hún er alvarlega að hugleiða framboð til forseta Íslands. mbl.is/Arnþór

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir leik­kona er al­var­lega að hug­leiða að gefa kost á sér til embætt­is for­seta Íslands af full­um heil­ind­um.

Hún seg­ist vera eldri og lífs­reynd­ari held­ur en í for­seta­kosn­ing­un­um árið 2012 þegar hún hafi rétt upp hönd­ina meira af óþekkt en af al­vöru. 

Stein­unn Ólína seg­ir vega þyngst hvatn­ing bláókunn­ugs fólks úr röðum al­menn­ings frá ára­mót­um, fólki sem finnst það þekkja hana, veit hvar það hef­ur hana, hef­ur lesið það sem hún hef­ur skrifað um sam­fé­lags­mál og veit að hún hræðist ekki mót­læti. Þetta skrif­ar Stein­unn Ólína í skoðanap­istli á Vísi und­ir yf­ir­skrift­inni Bréf til þjóðar­inn­ar. 

Virðist auðveld­ara að telja upp van­kosti fólks 

Í pistl­in­um rek­ur Stein­unn Ólína þann sam­kvæm­is­leik sem hef­ur átt sér stað síðan Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands, til­kynnti þjóðinni að hann hygðist ekki gefa kost á sér áfram. Síðan þá hafi fréttamiðlar riðið á vaðið með skoðanakann­an­ir þar sem til­greind voru nöfn ým­issa þekktra ein­stak­linga. 

„Það er ís­lensk­ur sam­kvæm­is­leik­ur að draga fram­bjóðend­ur sund­ur og sam­an í háði og í aðdrag­anda for­seta­skipta verða þetta hálf­gerð vor­blót,“ skrif­ar Stein­unn Ólína sem gagn­rýn­ir Íslend­inga fyr­ir að sólunda tíma sín­um í það sem þá grein­ir á um frek­ar en að leita að því sem þeir geta áorkað sam­an. 

„Það virðist auðveld­ara fyr­ir okk­ur – sem er um­hugs­un­ar­efni – að telja upp van­kosti fólks en að leita að því góða í hverj­um og ein­um.“

Ekki kom­inn fram neinn sem hún myndi kjósa án um­hugs­un­ar

Áður en Stein­unn Ólína tal­ar beint út, eins og hún orðað það sjálf í pistl­in­um, þá fer hún yfir þá for­setafram­bjóðend­ur sem þegar eru komn­ir fram. Í því sam­hengi seg­ir hún að á þess­ari stundu sé ekki kom­inn fram neinn fram­bjóðandi sem hún get­ur full­yrt að hún myndi kjósa án um­hugs­un­ar. 

„Það má ekki túlka svo að mér finn­ist eng­inn fram­bæri­leg­ur, langt í frá,“ skrif­ar Stein­unn Ólína sem kveðst vera í sama vanda hvað stjórn­mál­in snert­ir því hún geti ekki sam­samað sig fylli­lega nein­um flokki.

Hvað sem því líður seg­ir Stein­unn Ólína að ef hún gef­ur kost á sér í kom­andi for­seta­kosn­ing­um þá muni hún gera það af heil­um hug. 

„Af djúpu þakk­læti fyr­ir að fæðast í þessu fal­lega og ör­ugga landi og hafa notið þess at­læt­is sem raun ber vitni.“

mbl.is