Hallgrímur var líklega ekki holdsveikur

Hallgrímur orti sálmana ódauðlegu í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd.
Hallgrímur orti sálmana ódauðlegu í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. mbl.is/Brynjólfur Löve

Margt bend­ir til þess að Hall­grím­ur Pét­urs­son, prest­ur og sálma­skáld, hafi ekki verið holds­veik­ur eins og gjarn­an er haldið fram þegar ævi hans og störf eru rak­in.

Þetta er mat sr. Kristjáns Vals Ing­ólfs­son­ar sem nú býr í Saur­bæ á Hval­fjarðar­strönd, bæn­um þar sem Hall­grím­ur orti sálm­ana ódauðlegu.

350 ár frá and­láti

„Hall­grím­ur var mjög vel menntaður maður, hann vissi ná­kvæm­lega um það að holds­veiki er mjög smit­andi en það varð eng­in breyt­ing á heim­il­is­hög­um Hall­gríms með þess­um sjúk­dómi,“ seg­ir Kristján Val­ur og seg­ir það benda til þess að það hafi verið frem­ur skyr­bjúg­ur eða jafn­vel psori­asis sem hrjáði klerk­inn.

Hall­grím­ur lést 27. októ­ber 1674 og því eru í ár 350 ár frá því að hann lést. Af því til­efni hef­ur Holl­vina­fé­lag Saur­bæj­ar­kirkju á Hval­fjarðar­strönd verið stofnað.

Í hlaðvarps­viðtali vegna hring­ferðar Morg­un­blaðsins, sem að hluta er rakið í Sunnu­dags­blaðinu í dag, seg­ir Mar­grét Bóas­dótt­ir eig­in­kona Kristjáns Vals frá áform­um fé­lags­ins. Öflug­ur hóp­ur fólks hef­ur brett upp erm­ar í þágu þessa sögu­staðar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: