Sagður hafa barnað Amöndu Bynes

Jennie Garth er ekki aðdáandi Dan Schneider.
Jennie Garth er ekki aðdáandi Dan Schneider. Samsett mynd

Fjöl­marg­ar Hollywood-stjörn­ur og fyrr­um barna­stjörn­ur hafa stigið fram í kjöl­far frum­sýn­ing­ar á fjög­urra hluta heim­ildaþáttaröð, titluð Quiet on Set: The Dark Side of Kids TV.

Í þátt­un­um er fjallað um meint of­beldi sem viðgekkst við tök­ur sjón­varpsþátta á borð við ICar­ly, Dra­ke and Josh, The Am­anda Show og What I Like About You, með Jennie Garth og Amöndu Bynes í aðal­hlut­verki.

Garth, sem flest­ir þekkja úr ung­lingaþáttaröðinni Bever­ly Hills 90210, var spurð út í ásak­an­ir um þögg­un og yf­ir­hylm­ing­ar vegna kyn­ferðisaf­brota á töku­setti. 

„Ég vil ekki tala um Dan Schnei­der, svo lengi sem ég lifi,“ sagði Garth við blaðamann Hollywood Report­er á ný­af­stöðnum viðburði. 

Hef­ur ekki tjáð sig

Dan Schnei­der, hand­rits­höf­und­ur og fyrr­um fram­leiðandi á barna­sjón­varps­stöðinni Nickelodeon, er sagður hafa hagað sér á óviðeig­andi hátt og mis­notað unga þátta­leik­ara, sem allt voru börn og tán­ing­ar, kyn­ferðis­lega.

Schnei­der er meðal ann­ars sagður hafa barnað Bynes þegar hún var aðeins 13 ára göm­ul, en fyrr­ver­andi leik­kon­an fór með aðal­hlut­verk í þrem­ur gam­anþáttaröðum úr smiðju Schnei­der.

Bynes, sem hef­ur glímt við geðhvarfa­sýki síðustu ár, hef­ur ekki tjáð sig um heim­ildaþáttaröðina, orðróm­inn né sam­band sitt við Schnei­der. 

mbl.is