Framsóknarmenn ræða stöðu Katrínar á aukafundi

„Við get­um orðað það þannig að í venju­legu ár­ferði þá vær­um við ekki að halda þenn­an fund,“ seg­ir Ingi­björg Isak­sen, þing­flokks­formaður Fram­sókn­ar­flokks, en þing­flokk­ur­inn hef­ur boðað til fund­ar klukk­an 13.

Alla jafna fara þing­fund­ir þing­flokka fram á mánu­dög­um og miðviku­dög­um. Hins veg­ar hef­ur þingið ekki komið sam­an og því hef­ur fund­ur­inn verið sér­stak­lega boðaður.

Spurð hvort umræðuefnið verði mögu­legt for­setafram­boð Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra seg­ir Ingi­björg að það muni eðli máls­ins sam­kvæmt vera eitt af því sem rætt verður á fund­in­um

Hún seg­ir ekki tíma­bært að ræða fram­hald rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

„Katrín er ekki búin að gefa það út að hún muni bjóða sig fram. Í ljósi þess mun­um við að óbreyttu halda áfram í þessu rík­is­stjórn­ar­sam­starfi,“ seg­ir Ingi­björg.

Eins og fram kom á mbl.is í gær hyggst þing­flokk­ur Sjálf­stæðis­flokks einnig koma sam­an á fundi eft­ir há­degi í dag. Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, þing­flokks­formaður flokks­ins, sagði að mögu­legt fram­boð Katrín­ar myndi verða rætt. 

mbl.is