„Í síðasta lagi í næstu viku“

Halla Hrund Logadottir orkumálastjóri.
Halla Hrund Logadottir orkumálastjóri. Ljósmynd/Aðsend

Halla Hrund Loga­dótt­ir orku­mála­stjóri seg­ist ætla að segja frá niður­stöðu sinni í sam­bandi við mögu­legt fram­boð til for­seta Íslands í síðasta lagi í næstu viku.

Þessu grein­ir hún frá á Face­book-síðu sinni.

„Ég vil byrja á því að þakka inni­lega fyr­ir all­ar þær hlýju kveðjur, hvatn­ing­ar­orð og sím­töl sem ég hef mót­tekið að und­an­förnu. Orðin yljuðu sann­ar­lega í frost­hörk­unni í sveit­inni. Við fjöl­skyld­an fór­um yfir málið og ég hlakka til að segja frá niður­stöðunni fljót­lega – í síðasta lagi í næstu viku. Meira síðar. Hjart­ans þakk­ir, Halla Hrund,” skrif­ar hún.

Fyr­ir viku síðan sagðist Halla Hrund ætla að taka ákvörðun um fram­haldið fljót­lega eft­ir páska.

mbl.is