„Mjög vandmeðfarið og mjög sérstakt“

Katrín Jakobsdóttir kveðst vera að íhuga forsetaframboð alvarlega.
Katrín Jakobsdóttir kveðst vera að íhuga forsetaframboð alvarlega. Samsett mynd

Bald­ur Þór­halls­son for­setafram­bjóðandi spyr hvernig for­seti geti tekið hlut­læg­ar ákv­arðanir ef hann kem­ur úr röðum rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Vís­ar hann þar í mögu­legt for­setafram­boð Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra.

Hvernig tek­ur þú í mögu­legt fram­boð Katrín­ar?

„Ef að svo verður þá verður það bara virki­lega skemmti­legt. Þetta verður enn skemmti­legri lýðræðis­veisla, þó að það sé nátt­úru­lega nokkuð at­hygl­is­vert. Ef að svo verður að sitj­andi for­sæt­is­ráðherra sæk­ist eft­ir því að verða for­seti þá verður það í fyrsta skiptið sem það ger­ist í lýðveld­is­sög­unni,“ seg­ir Bald­ur í sam­tali við mbl.is.

Mjög vandmeðfarið og sér­stakt

Spurður hvort að hon­um þyki eðli­legt að for­sæt­is­ráðherra, sem fer fremst fyr­ir fram­kvæmda­vald­inu, íhugi nú að fara í for­setafram­boð seg­ir Bald­ur:

„Það er að minnsta kosti mjög vandmeðfarið og mjög sér­stakt, ein­fald­lega bara út frá því að - að mínu mati - þá má for­seti aldrei vera meðvirk­ur gagn­vart rík­is­stjórn hvers tíma eða ráðandi val­döfl­um í sam­fé­lag­inu, vegna þess að valdsvið for­set­ans er svo víðfeðmt og mik­il­vægt,“ seg­ir Bald­ur.

Hann seg­ir að hlut­verk for­set­ans sé ekki ein­ung­is að samþykkja lög frá Alþingi. Nefn­ir sem dæmi að það geti komið til stjórn­ar­kreppu á miðju kjör­tíma­bili og að for­sæt­is­ráðherra biðji þá for­seta um heim­ild til þingrofs.

„Þá er svo­lítið vandmeðfarið ef for­set­inn kem­ur úr röðum rík­is­stjórn­ar­inn­ar,“ seg­ir Bald­ur.

„Maður bara spyr“

Spurður hvort hann sé að ýja að því að Katrín sé van­hæf seg­ir Bald­ur:

„Maður bara spyr, hvernig get­ur sá for­seti, ef hann kem­ur úr röðum rík­is­stjórn­ar­inn­ar, tekið óhlut­dræg­ar ákv­arðanir. Ákvörðun sem á að byggj­ast á heild­ar­hags­mun­um þjóðar­inn­ar frek­ar en ein­hverj­um póli­tísk­um klækj­a­brögðum. Maður bara velt­ir því fyr­ir sér.“

Í viðtali Bald­urs hjá Sam­stöðinni sagði Bald­ur um mögu­legt for­setafram­boð Katrín­ar:

„Þetta snýst orðið um eitt­hvað annað en mál­efn­in eða stöðug­leika eða hags­muni þjóðar­inn­ar. Þetta snýst orðið um eitt­hvað annað.“

Hvað ertu að segja að þetta snú­ist um hjá henni?

„Er ekki bara best að spyrja hana?“ seg­ir Bald­ur.

Fagn­ar fleiri fram­bjóðend­um

Hann kveðst hafa ákveðið það strax í upp­hafi að það yrðu nokkr­ir hlut­ir sem yrðu mik­il­væg­ir fyr­ir hon­um. Það væri að hafa mál­efna­leg­an grund­völl og að það væri breiður stuðnings­hóp­ur. Þá ætti það ekki skipta mála hvaða fólk myndi bjóða sig fram né hvað þeir væru að segja.

„Ég ætla bara að halda þeim mál­um á lofti sem ég hef talað fyr­ir og bjóða upp á þann val­kost. Þess vegna fagna ég fleiri fram­boðum og meiri flóru í for­setafram­boðskjör­inu. Við eig­um ekki að gera lítið úr for­setafram­bjóðend­um sem eru að koma fram held­ur fagna þeim. Þetta er lýðræðis­veisla.“

Að lok­um nefn­ir hann að hann hafi gam­an að því að setja upp „stjórn­mála­fræðigler­aug­un“ og það sé sér­stak­lega freist­andi á stund­um sem þess­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina