Þessi fimm hafa náð lágmarkinu

Arnar Þór Jónsson, Ástþór Magnússon, Baldur Þórhallsson, Halla Tómasdóttir og …
Arnar Þór Jónsson, Ástþór Magnússon, Baldur Þórhallsson, Halla Tómasdóttir og Jón Gnarr segjast vera búin að safna lágmarksfjölda meðmæla. Samsett mynd

Að minnsta kosti fimm fram­bjóðend­ur til embætt­is for­seta Íslands hafa náð lág­marks­fjölda meðmæla sem þarf til að vera kjörgeng­ur. 62 ein­stak­ling­ar eru nú að safna meðmæl­um til að verða kjörgeng­ir.

Ástríður Jó­hann­es­dótt­ir, fram­kvæmd­ar­stjóri Lands­kjör­stjórn­ar, seg­ir í sam­tali við mbl.is að sér að vit­andi þá hafi aldrei áður verið jafn mik­ill fjöldi fólks sem hafi safnað meðmæl­um fyr­ir for­seta­kosn­ing­ar og nú í ár.

Hún seg­ir þó erfitt að vita það fyr­ir víst þar sem fólk safnaði áður meðmæl­um aðeins á papp­ír.

Lág­mark að fá 1.500 meðmæli

Fram­bjóðend­ur vinna nú að því að safna meðmæl­um til að vera kjörgeng­ir. Að lág­marki þarf hver fram­bjóðandi 1.500 und­ir­skrift­ir og að mestu 3.000 und­ir­skrift­ir.

Sam­kvæmt svör­um fram­bjóðenda við fyr­ir­spurn mbl.is þá eru þetta þeir fram­bjóðend­ur sem hafa safnað að lág­marki 1.500 und­ir­skrift­um.

  • Arn­ar Þór Jóns­son
  • Ástþór Magnús­son
  • Bald­ur Þór­halls­son
  • Halla Tóm­as­dótt­ir
  • Jón Gn­arr

Þegar hafa 62 ein­stak­ling­ar stigið fram og boðið sig fram til for­seta. Meðal þeirra eru:

  • Bald­ur Þór­halls­son stjórn­mála­fræðipró­fess­or
  • Halla Tóm­as­dótt­ir frum­kvöðull
  • Arn­ar Þór Jóns­son lögmaður
  • Jón Gn­arr, skemmtikraft­ur og fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri
  • Ástþór Magnús­son, bíla­sali og friðarsinni
  • Ásdís Rán Gunn­ars­dótt­ir at­hafna­kona
  • Helga Þóris­dótt­ir, for­stjóri Per­sónu­vernd­ar
  • Sig­ríður Hrund Pét­urs­dótt­ir, fjár­fest­ir og fyrr­ver­andi formaður FKA
  • Guðmund­ur Fel­ix Grét­ars­son
  • Guðni Þór Þránd­ar­son

Ef all­ir 62 fram­bjóðend­ur, marg­ir af hverj­um sem hafa ekki einu sinni til­kynnt um fram­boð sín, myndu fá 1.500 meðmæli þá þýðir það að 93 þúsund kosn­inga­bærra manna þyrftu að mæla með ein­hverj­um.

Ef aðeins er litið á þá sem hafa sér­stak­lega til­kynnt um fram­boð sín þá eru það um 10 manns. Það þýðir að í það minnsta 15.000 kosn­inga­bærra manna þyrftu að mæla með fram­bjóðanda. 

Nokkr­ir sem liggja enn und­ir felldi

Lín­urn­ar skýr­ast meira með hverj­um deg­in­um sem líður en þó eru enn þá stór nöfn á hliðarlín­unni sem hafa verið orðuð við embættið og liggja und­ir felldi.

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra hef­ur ekki tekið af­stöðu til fram­boðs en framá­menn inn­an Vinstri grænna segja hana íhuga málið al­var­lega um þess­ar mund­ir.

Halla Hrund Loga­dótt­ir, orku­mála­stjóri, sagði í sam­tali við mbl.is í síðustu viku að hún myndi greina frá ákvörðun sinni fljót­lega eft­ir páska og svo kveðst Jakob Frí­mann, þingmaður Flokks fólks­ins, liggja und­ir feldi og íhuga mögu­legt fram­boð.

Kosið 1. júní

Guðni for­seti hef­ur þá sjálf­ur, í svari við fyr­ir­spurn Morg­un­blaðsins, viður­kennt að hon­um ber­ist stöðugar hvatn­ing­ar og áskor­an­ir um að end­ur­skoða ákvörðun sína um að láta af embætti í sum­ar.

Kosið verður til embætt­is for­seta Íslands 1. júní 2024.

Þann 26. apríl renn­ur fram­boðsfrest­ur út og 2. maí mun lands­kjör­stjórn aug­lýsa hverj­ir eru í fram­boði til for­seta. Eft­ir það verður hægt að kjósa utan kjör­fund­ar m.a. hjá sýslu­mönn­um og er­lend­is í sendi­ráðum og hjá ræðismönn­um Íslands.

mbl.is