„Flokkurinn er ekki bara formaðurinn“

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, varaþingflokksformaður Vinstri grænna, myndi styðja Katrínu í …
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, varaþingflokksformaður Vinstri grænna, myndi styðja Katrínu í forsetaembættið ef hún byði sig fram. mbl.is/Arnþór Birkisson

Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir, varaþing­flokks­formaður Vinstri grænna, seg­ir að er­indi rík­is­stjórn­ar­inn­ar sé enn til staðar hvort sem Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra bjóði sig fram til for­seta eða ekki.

Fari Katrín fram þá sé lítið annað í stöðunni en að stjórn­ar­flokk­arn­ir ræði áfram­hald­andi sam­starf.

„Það ligg­ur fyr­ir þessi stjórn­arsátt­máli og við sjá­um ekk­ert annað í þessu en að halda áfram. Flokk­ur­inn er ekki bara formaður­inn, þó hún sé for­sæt­is­ráðherra í augna­blik­inu,“ seg­ir Bjarkey í sam­tali við mbl.is.

Styður Katrínu í for­seta­embættið 

Katrín íhug­ar nú að bjóða sig fram til for­seta og sagði í gær að ákvörðun myndi liggja fyr­ir á allra næstu dög­um. Aðspurð seg­ir Bjarkey lítið annað í stöðunni, ef Katrín fer fram, en að stjórn­ar­flokk­arn­ir ræði sam­an um áfram­hald­andi sam­starf.

„Er­indið er áfram til staðar og stjórn­arsátt­mál­inn er til staðar, það er okk­ar vinnuplagg. Auðvitað, eins og komið hef­ur fram, er ekk­ert óeðli­legt að það verði eitt­hvað end­ur­skoðað og for­gangsraðað í því sam­hengi,“ seg­ir Bjarkey.

Ekki er búið að boða þing­flokk VG á fund í dag en Bjarkey seg­ir að þing­flokk­ur muni funda ef til þess kem­ur að Katrín bjóði sig fram.

„Ég styð Katrínu heils­hug­ar taki hún þessa ákvörðun, það er nú bara þannig. Ég held að hún geri þetta af­skap­lega vel og sé mjög hæf til þess að sinna þessu embætti,“ seg­ir Bjarkey aðspurð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina