Áframhaldandi samstarf „kemur í ljós“

Sigurður Ingi Jóhannsson að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun.
Sigurður Ingi Jóhannsson að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Eggert Johannesson

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins og innviðaráðherra, vill ekk­ert gefa upp spurður hvort Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn geri kröfu á for­sæt­is­ráðherra­stól­inn í kjöl­far af­sagn­ar Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur vegna for­setafram­boðs.

Hann seg­ir að Katrín hafi upp­lýst bæði sig og Bjarna Bene­dikts­son, formann Sjálf­stæðis­flokks­ins, um að hún væri al­var­lega að íhuga fram­boð til for­seta Íslands fyr­ir nokkr­um dög­um.

Síðan hafa all­ar sam­ræður verið á óform­leg­um nót­um á milli stjórn­mála­manna.

Hann seg­ir það eiga eft­ir að koma í ljós hvort sam­starf­inu verði áfram­haldið og að hann hafi eng­ar for­send­ur til að meta það fyrr en menn setj­ist niður og ræði mál­in form­lega.

Tala sam­an eft­ir þing­flokka­fundi 

„Núna er staðan þannig að við höf­um í tvo daga, á meðan ekki lá fyr­ir end­an­leg afstaða for­sæt­is­ráðherra, vitað að við mynd­um hefja sam­tal þegar niðurstaðan lægi fyr­ir. Við mun­um taka tal sam­an eft­ir að þing­flokk­arn­ir eru bún­ir að funda,“ seg­ir Sig­urður Ingi. Hann seg­ir all­ar vanga­velt­ur um ráðherra­stóla þurfa að bíða þar til það sam­tal hafi átt sér stað.

Hitti Sig­urð og Bjarna fyr­ir nokkr­um dög­um 

„Katrín var búin að hitta mig og Bjarna fyr­ir ein­hverj­um dög­um að hún væri að íhuga þetta al­var­lega. Við vor­um því meðvitaðir um að þetta gæti gerst eins og rétt eins og alþjóð," seg­ir Sig­urður Ingi.

Katrín upplýsti Sigurð og Bjarna um að hún væri alvarlega …
Katrín upp­lýsti Sig­urð og Bjarna um að hún væri al­var­lega að íhuga fram­boð fyr­ir nokkr­um dög­um. Eggert Johann­es­son

Hafa tekið sam­töl um fram­haldið

Hafa sam­ræður farið fram á milli stjórn­ar­flokka um fram­haldið?

„Eðli­lega þurfa að fara fram ein­hver sam­töl. En á meðan Katrín var ekki búin að taka af­stöðu þá var ekki eðli­legt að fara í djúp­ar viðræður. En auðvitað erum við búin að ræða eitt­hvað sam­an, við sem erum sam­an í stjórn­mál­um. Annað væri óeðli­legt,“ seg­ir Sig­urður Ingi.

Kom ákvörðun Katrín­ar flatt upp á þig?

„Nei ég get ekki sagt að hún hafi komið flatt upp á mig. Það eru bú­inn verða tals­verður orðróm­ur um þetta í ein­hvern tíma,“ seg­ir Sig­urður Ingi.

Verður krafa frá Fram­sókn­ar­mönn­um um for­sæt­is­ráðuneytið?

„Við tök­um bara öll þessi sam­töl um það hvernig hlut­irn­ir geta verið og hvernig við mun­um skipta liði svo stjórn­ar­sam­starfið geti gengið eft­ir. Við höld­um öðru inn­an okk­ar raða þangað til eitt­hvað ligg­ur fyr­ir,“ seg­ir Sig­urður Ingi.

Höf­um ekki mik­inn tíma 

Af þínum sam­töl­um að dæma, skynj­arðu þá að það sé full­ur hug­ur hjá sam­starfs­flokk­un­um að halda áfram sam­starfi?

„Það þarf að koma í ljós þar sem ákvörðunin ligg­ur fyr­ir og við þurf­um að taka það sam­tal. Það kem­ur í ljós á næstu klukku­stund­um eða sól­ar­hring­um. Við höf­um ekki mik­inn tíma þar sem þetta ger­ist nú nokkuð hratt,“ seg­ir Sig­urður Ingi.

mbl.is