Ekki hræddur og býður Katrínu velkomna til leiks

Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi.
Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bald­ur Þór­halls­son, stjórn­mála­fræðipró­fess­or og for­setafram­bjóðandi, seg­ist ekki vera hrædd­ur við fram­boð Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra. Hann seg­ir það ánægju­legt að fá enn ann­an verðugan fram­bjóðanda í leik­inn.

Katrín til­kynnti fram­boð sitt til embætt­is for­seta Íslands fyrr í dag og hef­ur beðist lausn­ar frá embætti sem for­sæt­is­ráðherra og sagt af sér for­mennsku í Vinstri­hreyf­ing­unni – grænu fram­boði. Katrín og Bald­ur þykja bæði sig­ur­strang­leg.

„Mér finnst bara gam­an að fá einn verðugan meðfram­bjóðanda í viðbót í fram­bjóðenda­hóp­inn,“ seg­ir Bald­ur í sam­tali við mbl.is innt­ur eft­ir viðbrögðum við fram­boði Katrín­ar.

Ekk­ert hrædd­ur við fram­boð Katrín­ar

Ertu hrædd­ur?

„Ekki til. Vegna þess að þegar fólk fór að leita til okk­ar Fel­ix í upp­hafi árs var tvennt sem við vild­um leggja til grund­vall­ar áður en við myndu taka þessa ákvörðun, ann­ars veg­ar að við vær­um bún­ir að hugsa mál­efna­leg­an grund­völl fyr­ir fram­boðið og hins veg­ar að það væri breiður stuðning­ur,“ svar­ar Bald­ur.

Hann seg­ir sig og sitt fram­boðsteymi hafa lagt fram ít­ar­leg­an mál­efnapakka sem inni­haldi þver­póli­tísk mál­efni.

Katrín Jakobsdóttir, fráfarandi forsætisráðherra.
Katrín Jak­obs­dótt­ir, frá­far­andi for­sæt­is­ráðherra. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Eigi ekki að gera lítið úr fram­bjóðend­um

„Og ég bíð í raun spennt­ur og finnst gam­an að það fer að drag­ast upp mynd af því núna hverj­ir eru að bjóða sig fram. Og mér finnst ánægju­legt að sjá hversu marg­ir öfl­ug­ir fram­bjóðend­ur hafa komið fram,“ bæt­ir hann við og tek­ur fram að það eigi ekki að gera lítið úr þeim sem vilji bjóða sig fram til for­seta lýðveld­is­ins.

„Mér finnst al­veg dá­sam­legt að það séu marg­ir að bæt­ast við þenn­an hóp, þetta er lýðræðis­veisla.“

Síðasta könn­un Baldri í hag

Held­urðu að þú get­ir enn unnið þess­ar kosn­ing­ar?

„Það er nú langt í kosn­ing­ar en síðasta könn­un var okk­ur mjög hag­stæð. Það var gam­an að sjá það. En það er nú öll kosn­inga­bar­átt­an eft­ir. Við eig­um eft­ir að heyra meira frá fram­bjóðend­um og hvað þeir standa fyr­ir og skipt­ast á skoðunum í þess­ari kosn­inga­bar­áttu,“ svar­ar hann.

Sam­kvæmt ný­legri könn­un Pró­sents vilja 27% Íslend­inga að Bald­ur verði næsti for­seti en 17% að Katrín verði það. Hún hafði samt ekki kynnt fram­boð sitt þegar könn­un­in var gerð.

Bald­ur tek­ur fram að hann hlakki til að hefja hring­ferð um landið og eiga sam­tal við fólkið í land­inu.

mbl.is