Fordæmalaust tilstand Katrínar rætt í Spursmálum

Jón Gunnarsson, Heiða Kristín Helgadóttir og Snorri Másson eru gestir …
Jón Gunnarsson, Heiða Kristín Helgadóttir og Snorri Másson eru gestir Stefáns Einars Stefánssonar í Spursmálum.

Spurs­málaþátt­ur vik­unn­ar verður helgaður yf­ir­vof­andi for­seta­kosn­ing­um þar sem kafað verður ofan í kjöl­inn á þeirri for­dæma­lausu stöðu sem nú er kom­in upp í ís­lensk­um stjórn­mál­um.

Þau Jón Gunn­ars­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og fyrr­ver­andi dóms­málaráðherra, Heiða Krist­ín Helga­dótt­ir, sem sit­ur í kosn­inga­stjórn hjá Jóni Gn­arr, og Snorri Más­son, rit­stjóri Rit­stjóra, mæta í settið til að ræða mögu­leg næstu út­spil og hvers sé að vænta miðað við stöðuna sem nú er yf­ir­stand­andi. 

Stjórn­ar­kreppa í kort­un­um?

Hugs­an­legt for­setafram­boð Katrín­ar Jak­obs­dótt­ir nú­ver­andi for­sæt­is­ráðherra hef­ur valdið þó nokkr­um úlfaþyt síðustu daga og fram­hald rík­is­stjórn­ar­sam­starfs­ins alls kost­ar óljóst. Kann það að auka lík­urn­ar á að mögu­leg stjórn­ar­kreppa sé í kort­un­um því óhjá­kvæmi­lega þyrfti að gera breyt­ing­ar á ráðherra­skip­an og erfiðlega gæti gengið að mynda nýja stjórn und­ir for­ystu nýs for­sæt­is­ráðherra.

Stórtíðinda er að vænta frá Katrínu um ákvörðun henn­ar til hugs­an­legs fram­boðs. Seg­ir hún von á til­kynn­ingu þess í allra ná­inni framtíð en hún hef­ur sagst íhuga það af fullri al­vöru að gefa kost á sér til embætt­is for­seta Íslands.

Ekki missa af Spurs­mál­um í beinni út­send­ingu hér á mbl.is á slag­inu kl. 14 í dag.

mbl.is