Stjórnarkreppa í kortunum?

Jón Gunn­ars­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og fyrr­ver­andi dóms­málaráðherra, Heiða Krist­ín Helga­dótt­ir, …
Jón Gunn­ars­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og fyrr­ver­andi dóms­málaráðherra, Heiða Krist­ín Helga­dótt­ir, sem situr í kosningastjórn hjá Jóni Gnarr, og Snorri Más­son rit­stjóri Rit­stjóra, eru gestir Stefáns Einars Stefánssonar í Spursmálum dagsins. Samsett mynd

Kröft­ug­ar og kjarnyrt­ar umræður sköpuðust í Spurs­mál­um fyrr í dag þegar þau Jón Gunn­ars­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og fyrr­ver­andi dóms­málaráðherra, Heiða Krist­ín Helga­dótt­ir, sem sit­ur í kosn­inga­stjórn hjá Jóni Gn­arr, og Snorri Más­son rit­stjóri Rit­stjóra, mættu í settið til að ræða þá for­dæma­lausu stöðu sem nú rík­ir í ís­lensk­um stjórn­mál­um.

Þátt­ur­inn var sýnd­ur í beinni út­send­ingu kl. 14 en upp­tök­una má nálg­ast í spil­ar­an­um hér að neðan og er hún öll­um aðgengi­leg. 

For­sæt­is­ráðherra í for­setafram­boð

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, til­kynnti um há­deg­is­bil í dag að hún hygg­ist gefa kost á sér til embætt­is for­seta Íslands. Sú for­dæma­lausa staða set­ur stjórn­ar­líf­inu ákveðnar skorður og óvíst er hvert fram­hald stjórn­ar­sam­starfs­ins verður í ljósi þessa at­b­urðar.

Kann þetta að auka lík­urn­ar á að stjórn­ar­kreppa mynd­ist vegna óhjá­kvæmi­legra breyt­inga á ráðherra­skip­an og erfiðlega gæti reynst að mynda nýja stjórn und­ir for­ystu nýs for­sæt­is­ráðherra.

Í þætt­in­um tók­ust viðmæl­end­ur á með at­hygl­is­verðum hætti um mögu­lega at­b­urðarrás sem nú kann að fara í gang út frá þeirri stöðu sem nú yf­ir­stend­ur í ís­lenskri póli­tík.

Farið vel upp­lýst inn í helgarn­ar og fylg­ist með fræðandi og líf­legri umræðu í Spurs­mál­um hér á mbl.is alla föstu­daga kl. 14.

mbl.is