Stjórnarkreppa í kortunum?

Jón Gunn­ars­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og fyrr­ver­andi dóms­málaráðherra, Heiða Krist­ín Helga­dótt­ir, …
Jón Gunn­ars­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og fyrr­ver­andi dóms­málaráðherra, Heiða Krist­ín Helga­dótt­ir, sem situr í kosningastjórn hjá Jóni Gnarr, og Snorri Más­son rit­stjóri Rit­stjóra, eru gestir Stefáns Einars Stefánssonar í Spursmálum dagsins. Samsett mynd

Kröftugar og kjarnyrtar umræður sköpuðust í Spursmálum fyrr í dag þegar þau Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, Heiða Kristín Helgadóttir, sem situr í kosningastjórn hjá Jóni Gnarr, og Snorri Másson ritstjóri Ritstjóra, mættu í settið til að ræða þá fordæmalausu stöðu sem nú ríkir í íslenskum stjórnmálum.

Þátturinn var sýndur í beinni útsendingu kl. 14 en upptökuna má nálgast í spilaranum hér að neðan og er hún öllum aðgengileg. 

Forsætisráðherra í forsetaframboð

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tilkynnti um hádegisbil í dag að hún hyggist gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Sú fordæmalausa staða setur stjórnarlífinu ákveðnar skorður og óvíst er hvert framhald stjórnarsamstarfsins verður í ljósi þessa atburðar.

Kann þetta að auka líkurnar á að stjórnarkreppa myndist vegna óhjákvæmilegra breytinga á ráðherraskipan og erfiðlega gæti reynst að mynda nýja stjórn undir forystu nýs forsætisráðherra.

Í þættinum tókust viðmælendur á með athyglisverðum hætti um mögulega atburðarrás sem nú kann að fara í gang út frá þeirri stöðu sem nú yfirstendur í íslenskri pólitík.

Farið vel upplýst inn í helgarnar og fylgist með fræðandi og líflegri umræðu í Spursmálum hér á mbl.is alla föstudaga kl. 14.

mbl.is