Tekur Þórdís við af Katrínu?

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Margt bend­ir til þess að rík­is­stjórn­ar­sam­starfið haldi áfram.

Einn mögu­leik­inn er sá að Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir fjár­málaráðherra taki við embætti for­sæt­is­ráðherra af Katrínu Jak­obs­dótt­ur, sem hef­ur nú boðið sig fram til for­seta.

Ei­rík­ur Berg­mann, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði, nefn­ir þetta í sam­tali við mbl.is.

Nýtt upp­haf fyr­ir rík­is­stjórn­ina

Óvissa rík­ir um framtíð rík­is­stjórn­ar­inn­ar í kjöl­far fram­boðsyf­ir­lýs­ing­ar Katrín­ar. 

„Það bend­ir allt til þess að rík­is­stjórn­in ætli sér að reyna að láta þetta ganga,“ seg­ir Ei­rík­ur í sam­tali við mbl.is, spurður hvað hann telji munu ger­ast í rík­is­stjórn­inni. Það myndi þó fel­ast í ein­hverri upp­stokk­un ráðuneyta, sem gæti farið á ýmsa vegu.

„Upp­stokk­un af þess­um toga gæti blásið nýju lífi í stjórn­ina. En það velt­ur allt á því að for­ystu­menn­irn­ir nái sam­an um hver leiði stjórn­ina.“

Hann bend­ir á að stjórn­ar­menn þurfi ekki að mynda stjórn­ar­sam­starf til langs tíma held­ur.

„Það er ekki nema í mesta lagi rúmt ár eða eitt og hálft ár í viðbót.“

Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst.
Ei­rík­ur Berg­mann, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði við Há­skól­ann á Bif­röst. mbl.is/​Hall­ur Már

Sig­urður Ingi?

Ei­rík­ur tel­ur mögu­lega ráðherrakapla fjöl­marga, í raun miklu fleiri en fólk ger­ir sér grein fyr­ir.

„Auðveld­ast fyr­ir alla væri að Sig­urður Ingi [Jó­hanns­son innviðaráðherra] tæki við,“ seg­ir hann og bend­ir á að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn „liggi á milli“ Vinstri grænna og Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn er stærsti flokk­ur­inn á þingi og formaður­inn, Bjarni Bene­dikts­son ut­an­rík­is­ráðherra, sagðist í sam­tali við mbl.is í dag vera til­bú­inn að leiða rík­is­stjórn­ina ef til þess kæmi.

Bjarni gæti sýnt ör­læti

„En póli­tísk staða for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins býður ekki auðveld­lega upp á hann sem for­sæt­is­ráðherra,“ seg­ir Ei­rík­ur.

Aft­ur á móti gæti Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir átt greiðari leið í embættið. Hún er aug­ljós arftaki Bjarna í for­mennsku flokks­ins að mati Ei­ríks.

„Þar bíður vara­formaður sem er að verða til­bú­inn að taka við flokkn­um og Bjarni Bene­dikts­son gæti auðvitað sýnt ör­læti og boðið hana fram í stól­inn.“

Vinstri græn gætu aft­ur bent á að rík­is­stjórn­ar­sam­starfið byggi á því að þau séu í for­ystu.

„Mér heyr­ist nú samt á fólki þar að Vinstri græn­ir séu til­bún­ir að láta það eft­ir,“ seg­ir stjórn­mála­fræðing­ur­inn. „En þeir eru fleiri, þess­ir kost­ir.“

Svandís taki við for­mennsku

Vinstri græn þurfa nú að velja sér nýj­an for­ystu­mann, sem set­ur þau í þá erfiðu stöðu að velja á milli Svandís­ar Svavars­dótt­ur mat­vælaráðherra og Guðmund­ar Inga Guðbrands­son­ar, fé­lags­mála- og vinnu­markaðsráðherra, að sögn Ei­ríks.

„Mér finnst blasa við, miðað við umræðuna og stöðu Vinstri grænna, að flokk­ur­inn þurfi að sækja aft­ur ofan í rót sína, sækja aft­ur í rót­tæk­ari vinstri stefnu, og leið flokks­ins fram á við sé að sækja í sögu sína og upp­runa. Og þá er Svandís Svavars­dótt­ir öfl­ug­asti kandí­dat­inn í að rífa flokk­inn upp þar.“

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.
Svandís Svavars­dótt­ir mat­vælaráðherra. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Fylgi flokks­ins mæl­ist lítið í skoðana­könn­un­um og á hann það á hættu að falla út af þingi. Flokk­ur­inn hef­ur verið gagn­rýnd­ur fyr­ir að fjar­lægj­ast er­indi sitt, að sögn Ei­ríks. Svandís sé aug­ljósa for­ystu­kon­an sem geti rækt grund­vallar­er­indi flokks­ins að nýju.

Þá seg­ir hann einnig að þar sem Sam­fylk­ing­in mæl­ist nú í hæstu hæðum í skoðana­könn­un­um sé von á breyt­ing­um á vinstri­væng ís­lenskra stjórn­mála.

„En staðan er samt sú að núna fara af stað slík­ar fleka­hreyf­ing­ar að allt sem við töld­um vera stöðuna í ís­lensk­um stjórn­mál­um fyr­ir páska er það ekki endi­lega eft­ir páska.“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Lík­leg­ast sig­ur­strang­leg­ust

En hvernig mun Katrínu farn­ast í þess­um for­seta­kosn­ing­um?

„Án þess að hafa nokkra mæl­ingu til að styðjast við þá myndi ég fyr­ir­fram halda að af þeim sem fram eru komn­ir, þá sé hún lík­leg­ast sig­ur­strang­leg­ust,“ svar­ar Ei­rík­ur.

„Á það á al­gjör­lega eft­ir að reyna og eft­ir að koma í ljós og það mun taka ein­hvern tíma fyr­ir rykið að setj­ast áður en við sjá­um það í mæl­ing­um.“

Katrín var á út­leið, bara spurn­ing um hvernig

Hann seg­ir að Katrín hafi aug­ljós­lega verið á út­leið úr ís­lensk­um stjórn­mál­um. Spurn­ing­in var bara hvernig sú út­leið yrði.

„Hún hef­ur yfir mjög langa tíð verið lang­vin­sæl­asti stjórn­mála­maður lands­ins, hún er einn far­sæl­asti stjórn­mála­for­ingi sem Ísland hef­ur nokkru sinni alið,“ seg­ir Ei­rík­ur.

Flokk­ur­inn hef­ur samt sem áður horft fram­an í mjög dvín­andi fylgi og að mati Ei­ríks er er­indi Katrín­ar í stjórn­mál­um að þrjóta.

„Nú kem­ur þetta for­setafram­boð upp á þeim tíma sem hún er að hugsa sér til hreyf­ings,“ seg­ir hann.

„Auðvitað má alltaf líta svo á, að formaður flokks – sem er á fallandi fæti í fylgi – sem fer frá, sé að stökkva frá sökkvandi skipi. Já­kvæðari túlk­un­in er að hann skynji sinn vitj­un­ar­tíma.“

mbl.is