Einar kosningar meira en nóg

Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi.
Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi. mbl.is/Árni Sæberg

Helga Þóris­dótt­ir, for­stjóri Per­sónu­vernd­ar og for­setafram­bjóðandi, læt­ur eng­an bil­bug á sér finna þó Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra hafi í gær til­kynnt að hún myndi láta slag standa og bjóða sig fram í embætti for­seta Íslands.

„Það er bara áfram gakk,“ seg­ir Helga, í sam­tali við mbl.is.

Verður kosn­inga­skrif­stofa henn­ar opnuð á Grens­ás­vegi 8 á morg­un klukk­an 16 og mun hún ávarpa viðstadda.

Hef­ur reynsl­una og þekk­ing­una

„Ég var al­veg búin að gera upp við mig að það væri ljóst að það yrðu mjög fram­bæri­leg­ir kandí­dat­ar að sækj­ast eft­ir þessu embætti. Hversu háir og lág­ir þeir eru, það snert­ir mig ekki,“ seg­ir Helga og bæt­ir við:

„Það breyt­ir ekki því að mér finnst ég hafa reynsl­una og þekk­ing­una. Sumt hef­ur hún meira af og sumt hef ég kannski meira af.“

Nóg að fara í for­seta­kosn­ing­ar

Spurð hvort fram­boð for­sæt­is­ráðherr­ans hafi komið henni á óvart svar­ar Helga:

„Ég hefði haldið að það væri nóg fyr­ir þetta land að fara í for­seta­kosn­ing­ar. Það hefði verið mitt mat en svona er þetta og þá er það bara þannig.“

Hún býður þó Katrínu vel­komna í fram­boðsbar­átt­una.

„Það eru komn­ir fram fram­bjóðend­ur sem telja sig geta sinnt þessu verk­efni og ég vil meina að ég sé ein af þeim. Á end­an­um er það þjóðin sem kýs, hvaða ein­stak­ling­ur stend­ur í brúni sama hvað er og klár­ar verk­in, og er til staðar. Ég er þar og það þurfa aðrir að svara fyr­ir hvort þeir séu þar líka.“

mbl.is