Erlendir miðlar fjalla um Katrínu

Forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur hefur vakið athygli út fyrir landsteinana.
Forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur hefur vakið athygli út fyrir landsteinana. Ljósmynd/Samsett

Er­lend­ir fjöl­miðlar hafa veitt for­setafram­boði Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur tölu­verða at­hygli. Hafa miðlar eins og Reu­ters, Deutchland­funk, China Daily, hið fær­eyska Kringvarp og finnska Yle verið þar á meðal.

„Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráðherra Íslands, til­kynnti um af­sögn sína á föstu­dag og sagðist ætla að bjóða sig fram til for­seta,“ seg­ir á Reu­ters og því bætt við að ekki sé ljóst hver taki við af henni sem for­sæt­is­ráðherra, starfi sem hún hafi gegnt síðan síðla árs 2017.

Velta upp ýms­um spurn­ing­um

Finnski miðill­inn Yle seg­ir marga hafa hvatt Katrínu til fram­boðsins og að for­seta­kosn­ing­ar verði haldn­ar 1. júní. Þá finni Íslend­ing­ar fyr­ir mikl­um efna­hags­leg­um þreng­ing­um þar sem landið glími við verðbólgu og háa vexti.

Frænd­ur okk­ar í Fær­eyj­um velta því hins veg­ar fyr­ir sér hvað verði um rík­is­stjórn­ar­sam­starfið eft­ir að Katrín segi af sér og deila jafn­framt mynd­band­inu af því þegar Katrín til­kynnti um fram­boðið.

Starfið að mestu hátíðlegt

„Stjórn­mála­kon­an skýrði frá því að hún hefði ákveðið fyr­ir nokkru að bjóða sig ekki fram í næstu alþing­is­kosn­ing­um. Marg­ir hvöttu hana til að bjóða sig fram til for­seta,“ seg­ir á þýska miðlin­um Deutschland­funk.

Þar seg­ir einnig að Guðni Th. Jó­hann­es­son hafi til­kynnt í ný­árs­ræðu sinni að hann myndi ekki gefa kost á sér til end­ur­kjörs. 

Þá seg­ir á flest­um miðlun­um að starf for­seta Íslands sé að mestu hátíðlegt.

mbl.is