Hafa sólarhring til þess að leysa málið

Dagur B. Eggertsson og Katrín Jakobsdóttir.
Dagur B. Eggertsson og Katrín Jakobsdóttir. Samsett mynd/mbl.is/Kristinn Magnússon/Eggert Jóhannesson

Dag­ur B. Eggerts­son, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri, furðar sig á því að full­trú­ar stjórn­ar­flokk­anna telji sig hafa góðan tíma til að ráða ráðum sín­um um framtíð stjórn­ar­sam­starfs­ins.

Á morg­un mun Katrín Jak­obs­dótt­ir biðjast lausn­ar úr embætti for­sæt­is­ráðherra og verður landið því „for­sæt­is­ráðherra-laust“, eins og Dag­ur orðar það í færslu á Face­book. 

Oft­ast er um að ræða að þetta sé í aðdrag­anda snemm­bú­inna kosn­inga (eða að stjórn­in hafi misst meiri­hluta sinn á þingi) og sit­ur þá rík­is­stjórn­in (iðulega óbreytt) sem starfs­stjórn fram að kosn­ing­um, að beiðni for­seta.“

Þá seg­ir Dag­ur að í nú­ver­andi stöðu hafi Guðni Th. Jó­hann­es­son for­seti tvo val­kosti. Setja nýj­an for­sæt­is­ráðherra í embætti sem nýt­ur meiri­hlutastuðnings á Alþingi, eða biðja for­sæt­is­ráðherra að sitja tíma­bundið þar til náðst hef­ur samstaða um ann­an for­sæt­is­ráðherra og nýja rík­is­stjórn.

Landið get­ur ein­fald­lega ekki verið for­sæt­is­ráðherra­laust,“ seg­ir í færslu Dags.

Illa gert að draga málið á lang­inn

Hann ef­ast ekki um að Guðni sé nú að ræða við helstu stjórn­skip­un­ar­fræðinga lands­ins um stöðuna. 

Dag­ur nefn­ir að stjórn­ar­skrá­in veiti for­seta vald til að rjúfa þing og boða til kosn­inga en hann tel­ur ólík­legt að Guðni bregði á það ráð. Í til­kynn­ingu á vef for­seta­embætt­is­ins seg­ir að Guðni hafi rætt við Ólaf Þ. Harðar­son, pró­fess­or emer­it­us við Há­skóla Íslands, og Vikt­or Orra Val­g­arðsson, nýdoktor við Sout­hampt­on­há­skóla á Eng­land, um ástandið í gær. 

Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor og Guðni Th. Jóhannesson forseti á …
Ólaf­ur Þ. Harðar­son stjórn­mála­fræðipró­fess­or og Guðni Th. Jó­hann­es­son for­seti á Bessa­stöðum í gær. Ljós­mynd/​Aðsend

Stjórn­ar­mynd­un­ar­ferli und­ir verk­stjórn for­seta væri hefðbundn­asti fram­gang­ur mála ef ekki ligg­ur fyr­ir niðurstaða milli flokk­anna í rík­is­stjórn eða Alþingi fyr­ir morg­undag­inn - og þá að for­seti myndi kalla alla for­ystu­menn flokk­anna á þingi til sín hvern af öðrum til að heyra þeirra af­stöðu til mynd­un meiri­hluta­stjórn­ar eða boðun kosn­inga. Á meðan á því ferli stæði sæti Katrín Jak­obs­dótt­ir vænt­an­lega sem for­sæt­is­ráðherra í starfs­stjórn - eða hvað? “ spyr Dag­ur. 

Hann seg­ir það illa gert ef stjórn­ar­flokk­arn­ir dragi nýja stjórna­mynd­un á lang­inn vegna valda­togs. 

Ég myndi segja að þeir hefðu sól­ar­hring­inn til að leysa úr þessu en ekki mikið meira.“

mbl.is