Stendur við ákvörðunina

Jón Gnarr greindi frá framboði sínu í síðustu viku.
Jón Gnarr greindi frá framboði sínu í síðustu viku.

„Það eru eng­ar breyt­ing­ar,“ seg­ir Jón Gn­arr, grín­isti og fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri með meiru, spurður hvort fram­boð Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra hafi áhrif á for­setafram­boð hans. 

„Ég er bú­inn að taka ákvörðun og við það verður staðið,“ seg­ir Jón.

Bald­ur Þór­halls­son og Helga Þóris­dótt­ir hafa einnig staðfest við mbl.is að fram­boð Katrín­ar hafi ekki áhrif á þeirra fram­boð.

Jakob Frí­mann Magnús­son, sem var að íhuga fram­boð, hef­ur aft­ur á móti dregið fram­boð sitt til baka í ljósi fram­boðs Katrín­ar. 

Bara vatns­hrædd­ur

Ótt­astu ekk­ert henn­ar fram­boð?

„Nei, ég ótt­ast ekk­ert – að minnsta kosti í þess­ari deild,“ seg­ir hann en bæt­ir þó við að hann sé vatns­hrædd­ur.

Jón seg­ist að lok­um hlakka til kosn­inga­bar­átt­unn­ar, „þetta verður svaka „show“.“

mbl.is