Bjartsýn á niðurstöðu „innan skamms“

Katrín Jakobsdóttir á leið til fundar á Bessastöðum í dag.
Katrín Jakobsdóttir á leið til fundar á Bessastöðum í dag. mbl.is/Eyþór

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráðherra og for­setafram­bjóðandi, seg­ist vera bjart­sýn á að stjórn­ar­flokk­arn­ir komi sér sam­an um arf­taka henn­ar hratt og ör­ugg­lega. Hún tek­ur ekki þátt í sam­tal­inu og seg­ist ganga sátt frá stjórn­mál­um. 

Blaðamaður mbl.is ræddi við Katrínu eft­ir fund henn­ar með Guðna Th. Jó­hann­es­syni for­seta á Bessa­stöðum í dag. Hann samþykkti lausn­ar­beiðni henn­ar en fól henni að sitja áfram sem ráðherra þar til nýr tek­ur við. 

Ráðherra þangað til lín­ur skýr­ast

Hvernig fór fund­ur­inn?

„Hann fór þannig fram að ég af­henti for­seta lýðveld­is­ins mína lausn­ar­beiðni. Við fór­um auðvitað yfir þá stöðu sem er uppi, þ.e.a.s. þess­ir þrír flokk­ar sem hafa myndað meiri hluta á Alþingi hafa setið við um helg­ina og rætt mögu­leika á fram­haldi. Ég er bjart­sýn á að þeir muni kom­ast að ein­hverri niður­stöðu inn­an skamms,“ seg­ir hún og bæt­ir við að í kjöl­farið hafi Guðni óskað eft­ir því að hún myndi gegna embætti for­sæt­is­ráðherra þangað til lín­ur skýrist.

Katrín og Guðni í dag.
Katrín og Guðni í dag. mbl.is/​Eyþór

Óvenju­leg staða

„Ég að sjálf­sögðu féllst á það, enda er það bara hefðin.“

Spurð hvort hún sé sátt við þurfa starfa áfram sem ráðherra seg­ist hún hafa séð það fyr­ir er hún tók ákvörðun um for­setafram­boð, sem Katrín viður­kenn­ir að sé óvenju­leg staða. 

„Að sjálf­sögðu axl­ar maður þá ábyrgð. En ég er líka bjart­sýn á það að lín­ur muni skýr­ast mjög hratt.“

Ráðherr­ar þurfi ekki að vera þing­menn

Katrín seg­ist ekki taka þátt í sam­tali stjórn­ar­flokk­anna um hver skuli taka við. Hún veit þó til þess að for­menn stjórn­ar­flokk­anna funduðu í gær og í dag. 

Seg­ir af sér þing­mennsku á morg­un

„Enda hef ég nú sagt af mér sem formaður og mun segja af mér þing­mennsku á morg­un þegar að þing kem­ur sam­an. Þannig að það ligg­ur al­veg fyr­ir að ég er ekki hluti af þessu sam­tali um fram­haldið.“

Katrín mun því hætta í þing­mennsku en starfa áfram sem ráðherra. 

Er það ekk­ert skrýt­in staða?

„Nei í sjálfu sér ekki enda þurfa ráðherr­ar ekki að vera þing­menn. Það er ekk­ert sem seg­ir til um það að ráðherr­ar skuli vera þing­menn. Þannið að það breyt­ir engu um það.“

Fulla trú á for­ystu­fólk­inu 

Nú hafa Bjarni Bene­dikts­son, Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir og Sig­urður Ingi Jó­hanns­son meðal ann­ars verið orðuð við for­sæt­is­ráðherra­embættið. Treyst­irðu þeim til þess að taka við af þér?

„Nú er ég bara í þeirri stöðu að hafa ákveðið að segja skilið við stjórn­mál­in og kynnti ykk­ur þá ákvörðun á föstu­dag. Þannig að nú er það bara í annarra manna hönd­um að greiða úr verk­efn­un­um og ég hef fulla trú á þessu fólki að gera það með sóma­sam­leg­um hætti, þannig að hér verði rík­is­stjórn og for­sæt­is­ráðherra inn­an skamms.“

Ólík­legt að van­traust­stilaga verði samþykkt

Flokk­ur fólks­ins hef­ur sagst ætla að leggja fram van­traust­stil­lögu á hend­ur Svandísi Svavars­dótt­ur mat­vælaráðherra á morg­un. 

Spurð hvort að Katrín hafi áhyggj­ur af því að til­lag­an verði samþykkt í nú­ver­andi ástandi seg­ir Katrín að stóra spurn­ing­in sé hvaða niður­stöðu stjórn­ar­flokk­arn­ir kom­ist að. 

„Ef þeir kom­ast að því að halda áfram sínu sam­starfi og sam­ein­ast um nýj­an for­sæt­is­ráðherra þá myndi ég ekki hafa áhyggj­ur af van­traust­stil­lögu því í því felst auðvitað skuld­bind­ing að ákveða að starfa sam­an.“

Þurfi svig­rúm

Spurð hvort að ákvörðun for­seta fresti hring­ferð Katrín­ar til þess að hitta kjós­end­ur seg­ist hún von­ast til þess að þessi mál skýrist áður en hún fari á fullt í sinni kosn­inga­bar­áttu og leggi af stað út á land. 

„Ég hef vænt­ing­ar um það að það verði bara á allra næstu dög­um.“

Hvað finnst þér ásætt­an­leg­ur tími til þess að leysa málið?

„Ég myndi segja aft­ur, bara á allra næstu dög­um. Ég ætla ekki að nefna ná­kvæm­ari tíma­setn­ingu en það,“ seg­ir Katrín og bæt­ir við að for­menn stjórn­ar­flokk­anna þurfi að fá sitt svig­rúm til að ráða sín­um ráðum. 

Geng­urðu sátt frá rík­is­stjórn­ar­borðinu?

„Mjög sátt,“ seg­ir Katrín að lok­um. 

mbl.is