Embættið þurfi að vera hafið yfir dægurþras

Halla Hrund er komin í baráttuna um Bessastaði.
Halla Hrund er komin í baráttuna um Bessastaði. Ljósmynd/Aðsend

Halla Hrund Loga­dótt­ir, orku­mála­stjóri og for­setafram­bjóðandi, seg­ir mik­il­vægt að embætti for­seta Íslands sé ekki flokk­spóli­tískt og hafið yfir dæg­urþras. Þó þurfi for­seti að vera fær um að taka erfiðar ákv­arðanir og mál­skots­rétt­inn eigi ein­ung­is að nýta við sér­stak­ar aðstæður.

Halla seg­ir í sam­tali við mbl.is að hún hafi fengið hvatn­ingu úr ólík­um átt­um frá því í haust. 

„Síðan hef­ur þetta komið í bylgj­um sem hafa stækkað og ágerst. Það var núna um pásk­ana sem ég tók end­an­lega ákvörðun. Ég er á leiðinni í dag að hitta af­rétt­ar­fé­laga mína, þ.e.a.s. gangna­manna­fé­lagið sem skoraði á mig og olli enn meiri hvatn­ingu nú fyr­ir pásk­ana, sem hef­ur orðið hluti af þeirri ákvörðun um að fara af stað í þetta ferðalag nú.“

Vill fara var­lega með mál­skots­rétt­inn

Í kynn­ing­ar­efni legg­ur þú áherslu á sam­vinnu þjóðar­inn­ar. Hvernig mynd­ir þú nýta mál­skots­rétt for­seta?

„Embætti for­seta er al­mennt gríðarlega þýðing­ar­mikið fyr­ir þjóðina. Það er mik­il­vægt að þetta embætti sé ekki flokk­spóli­tískt og hafið yfir dæg­urþras. Embætti for­seta Íslands er sam­ein­ing­ar­tákn þjóðar­inn­ar. Heilt yfir tel ég mik­il­vægt að for­seti blakti ekki eins og strá í vindi,“ seg­ir Halla. For­seti þurfi að standa keik­ur við þjóðinni og geta tekið erfiðar ákv­arðanir.

„Varðandi vald­heim­ild­ir tel ég mjög mik­il­vægt að nota þær ein­göngu afar sér­stök­um aðstæðum. Við þurf­um virðingu fyr­ir þing­ræðinu. Það er ein­göngu í afar sér­stök­um aðstæðum sem geta skap­ast í sam­fé­lag­inu. Ég tel mjög mik­il­vægt að for­set­inn beri virðingu fyr­ir þing­ræðinu.“

Hvernig horf­ir fram­boð for­sæt­is­ráðherra við þér?

„Mér finnst frá­bært hvað það eru ótrú­lega marg­ir sterk­ir fram­bjóðend­ur. Það er feg­urð lýðræðis­ins sem við fáum á njóta næstu vik­urn­ar. Ég er að hringja í þig úr her­bergi á Hörgs­land­s­koti þar sem kosið var utan kjörstaðar. Afi minn var hrepps­stjóri og það var kosið utan kjörstaðar og hingað komu marg­ir að kjósa.

„Svo að virðing mín fyr­ir lýðræðinu, það að fólk bjóði fram krafta sína og ekki síst að fólk nýti kosn­inga­rétt­inn er eitt­hvað sem ég mun tala fyr­ir. Enda mun bar­átta mín snú­ast um mik­il­vægi þátt­töku og sam­vinnu. Það eru gild­in sem hafa byggt upp ís­land og að mínu mati gild­in sem ég held að við þurf­um að halda fast í til að efla tæki­færi okk­ar fyr­ir framtíðina.“

Tek auðvitað minn bak­grunn­inn

Halla Hrund seg­ir þekk­ingu sína á auðlinda­mál­um í starfi orku­mála­stjóra koma til með að nýt­ast í embætti, sem og bak­grunn­ur henn­ar og tengsl við lands­byggðina.

„Ég tek auðvitað minn bak­grunn með mér inn í embættið. Ég horfi á að vera full­trúi fólks­ins og vinna að því að gera sem mest gagn. Ég ólst upp í Árbæn­um og var mikið í sveit aust­ur á Síðu og öðlaðist mikla virðingu fyr­ir auðlind­um okk­ar, bæði menn­ing­ar­auðlind­um og hug­viti enn ekki síður nátt­úru­auðlind­um sem eru áþreif­an­leg­ar, sér­stak­lega í land­búnaði.

Ég hef ríka þekk­ingu á auðlinda­mál­um, sem ég nýti í starfi mínu sem orku­mála­stjóri og hef sömu­leiðis byggt upp þekk­ingu á menn­ingu og mennt­un í jafn­rétt­is­mál­um í störf­um mín­um í banda­ríkj­un­um og Evr­ópu og V-Afr­íku. Það er sá far­ang­ur pg þekk­ing sem ég tek með mér í embættið. Síðan er það sam­talið við þjóðina sem ég hlakka tila ð eiga beint á kom­andi vik­um sem fel­ur í sér hvernig við get­um fundið sam­an tæki­fær­in til þess að efla þau bæði heima fyr­ir og er­lend­is.

Sjálf­bærni skipti all­an heim­inn máli 

Spurð hvernig hún hyggst nýta þekk­ingu sína í embætti seg­ir hún:

„Auðvitað skipta mál­efni um sjálf­bærni heim­inn all­an miklu máli, það mun verða einn af þeim mála­flokk­um sem ég mun tala fyr­ir nái ég kjöri á vett­vangi alþjóðamála. Enda höf­um við þar gríðarlega þekk­ingu en margt að læra sömu­leiðis. Ég mun horfa á ólík mál­efni og heilt yfir nýta for­seta­embættið með sem best­um hætti til að gera gagn og skapa tæki­færi um allt Ísland. Tæki­fær­in eru á land­inu öllu og líka í alþjóðlegu sam­hengi. Fyrst og fremst mun ég vera þjónn fólks og vinna fyr­ir hags­muni al­menn­ings.“

Mál­efni sem hún leggi mesta áherslu á séu auðlind­ir, menn­ing, hug­vitið sem birt­ist m.a. í ný­sköp­un at­vinnu­lífs.

„Síðan eru auðvitað nátt­úru­auðlind­irn­ar sem eru gríðarlega mik­il­væg­ar fyr­ir okk­ar kyn­slóðir og kom­andi kyn­slóðir. Auður­inn okk­ar býr í fólk­inu í land­inu, í þjóðinni allri. Það er þörf á því að fá alla til að vinna sam­an.“

Halla Hrund mun til­kynna ákvörðun sína um mögu­legt for­setafram­boð á fundi á Kirkju­bæj­arklaustri klukk­an 14 í dag.

mbl.is