Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun ganga á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag klukkan tvö.
Þar mun hún biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt þar sem Katrín er í framboði til forseta Íslands. Hún hefur verið forsætisráðherra frá árinu 2017 eða í tæplega sjö ár. Hún hefur þegar sagt af sér sem formaður Vinstri grænna.
Fréttin hefur verið uppfærð.