Mun ekki verja Svandísi vantrausti

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Jón Gunn­ars­son, alþing­ismaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, mun ekki verja Svandísi Svan­vars­dótt­ur, mat­vælaráðherra, van­trausti, sem boðað hef­ur verið og kem­ur til kasta alþing­is í næstu viku.

    Þetta staðfest­ir Jón í viðtali í Spurs­mál­um þar sem hann er gest­ur ásamt Heiðu Krist­ínu Helga­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra og Snorra Más­syni, rit­stjóra miðils­ins Rit­stjóra.

    „Þetta er bara eitt af þess­um stóru vanda­mál­um sem við stönd­um frammi fyr­ir í þessu rík­is­stjórn­ar­sam­starfi, þessi van­traust­stil­laga sem hef­ur verið boðuð og mun koma fram. Og ég hef sagt það áður að ég sé ekki bara út frá prinsipp­um hvernig þing­menn sem hafa ein­hver prinsipp í póli­tík geti varið ráðherra sem gekk fram með slíku offorsi, sem hún gerði í þessu til­felli og braut ekki bara lög held­ur senni­lega stjórn­ar­skrá lýðveld­is­ins. Og ég vil segja með opin aug­un því það var varað við þessu. Þetta lá svo í aug­um uppi. Lát­um liggja milli hluta dóm­inn, við get­um rætt það, for­send­ur mála sem fara fyr­ir dóm­stóla og eru svona ágrein­ings­efni eins og dóm­inn sem ég var að vitna í áðan þar sem verk Guðmund­ar Inga voru dæmd ógild, að það er þá búið að fara þessa leið og það er ein­hver ágrein­ing­ur í mál­inu. En þarna, er þetta gert með svo aug­ljós­um til­gangi og þannig fram­ferði að ég á mjög erfitt með að  sætta mig við það og ætti mjög erfitt með að taka þátt í því að verja ráðherra van­trausti sem að stigi þannig fram.“

    En þú úti­lok­ar það ekki?

    „Nei, ég bara segi það. Ég mun ekki gera það. Ráðherra sem er í þess­ari stöðu í máli sem hef­ur fengið þessa af­greiðslu á sjálf­ur að stíga til hliðar.“

    Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur legið undir ámæli eftir að hún …
    Svandís Svavars­dótt­ir mat­vælaráðherra hef­ur legið und­ir ámæli eft­ir að hún bannaði hval­veiðar fyr­ir­vara­laust og með mjög skömm­um fyr­ir­vara á liðnu sumri. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

    Snorri Más­son, bland­ar sér þá í umræðuna og varp­ar fram spurn­ingu til þing­manns­ins:

    „En ef þú verð hana ekki van­trausti. Muntu sætta þig við að aðrir flokks­menn muni verja hana van­trausti?“

    Lítið mál að boða til kosn­inga

    Og Jón svar­ar um hæl:

    „Það verður bara að koma í ljós. Það er auðvitað í mörg horn að líta núna þegar við hugs­um til þess­ara 18 mánaða sem eru eft­ir af þessu kjör­tíma­bili. Og ég fór ágæt­lega hér yfir val­kost­ina sem við stönd­um hér frammi fyr­ir. Heiða seg­ir hér að það vilji nú eng­inn flokk­ur, ann­ar en VG vinna með Fram­sókn og Sjálf­stæðismönn­um, nú þá er bara það aug­ljósa sem ég sagði áðan. Þá boðum við bara þjóðina til alþing­is­kosn­inga.,“ seg­ir Jón Gunn­ars­son að lok­um.

    Viðtalið við Jón Gunn­ars­son, Heiðu Krist­ínu Helga­dótt­ur og Snorra Más­son má sjá í spil­ar­an­um hér fyr­ir neðan:

    mbl.is