Skrökva vonandi ekki að forsetanum

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ólaf­ur Þ. Harðar­son stjórn­mála­fræðipró­fess­or seg­ir stærstu tíðindi blaðamanna­fund­ar Guðna Th. Jó­hann­es­son­ar for­seta í dag hafa verið að for­menn stjórn­ar­flokk­anna hefðu gefið það fast­lega til kynna að ákvörðun um nýj­an for­sæt­is­ráðherra muni liggja fyr­ir fljót­lega ell­egar gætu þeir hafa skrökvað að for­set­an­um. 

Guðni fundaði með Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra á Bessa­stöðum í dag. Hann samþykkti lausn­ar­beiðni henn­ar en fól henni að sitja áfram sem ráðherra þar til nýr tek­ur við. 

Katrín hef­ur þegar sagt af sér sem formaður Vinstri grænna og þá mun hún segja af sér þing­mennsku á morg­un er þing kem­ur sam­an eft­ir páskafrí. 

Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son mun gegna embætti for­manns Vinstri grænna í …
Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son mun gegna embætti for­manns Vinstri grænna í stað Katrín­ar þar til ný for­ysta verður kos­in. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Rík­is­stjórn­in held­ur áfram sem starfs­stjórn

Hef­ur Katrín ein­hver völd þegar hún hef­ur sagt af sér þing­mennsku en er enn for­sæt­is­ráðherra?

„Venju­lega hef­ur nú verið litið svo á að þegar að for­sæt­is­ráðherra seg­ir af sér eða biðst lausn­ar fyr­ir sig og sína stjórn, að þá er rík­is­stjórn­in beðin um að halda áfram sem starfs­stjórn,“ seg­ir Ólaf­ur og bæt­ir við að ekki sé ætl­ast til þess að slík stjórn taki meiri­hátt­ar ákv­arðanir. 

„Held­ur í raun­inni bara reki þetta frá degi til dags. Þannig að ef eitt­hvað óvænt kem­ur upp á þá nátt­úr­lega þarf að bregðast við en þetta er meg­in­regl­an – að stjórn­in geri ekki neitt stórt eða um­deilt.“

Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur.
Ólaf­ur Þ. Harðar­son stjórn­mála­fræðing­ur. mbl.is/​Styrm­ir Kári

Ekki hægt að gefa ná­kvæma tíma­setn­ingu

Guðni var ít­rekað spurður af blaðamönn­um hvenær ákvörðun stjórn­ar­flokk­anna þurfi að liggja fyr­ir um nýj­an for­sæt­is­ráðherra.

Hvenær tel­ur þú að hún þurfi að liggja fyr­ir?

„Það er eins og Guðni sagði rétti­lega. Það er nátt­úru­lega bara mats­atriði,“ svar­ar Ólaf­ur og bæt­ir við að ekki sé hægt að gefa ná­kvæma tíma­setn­ingu. 

Guðni forseti á blaðamannafundinum á Bessastöðum í dag.
Guðni for­seti á blaðamanna­fund­in­um á Bessa­stöðum í dag. mbl.is/​Eyþór

Lík­urn­ar á að sam­starfið springi litl­ar

Helstu tíðindi blaðamanna­fund­ar­ins að mati Ólafs voru hvað Guðni var skýr með að for­menn stjórn­ar­flokk­anna hefðu gefið skýrt til kynna að þeir ætluðu að halda stjórn­ar­sam­starf­inu áfram. 

„Og hann sagðist fast­lega bú­ast við því að það myndi ger­ast mjög fljót­lega. Þannig að verður maður ekki að taka mark á því, að ef að for­menn stjórn­ar­flokk­anna hafa gefið sterk­lega til kynna að þetta muni ganga mjög fljótt, að þeir séu nú ekki að skrökva að for­set­an­um. Þannig að maður býst við því að þetta ætti að geta gerst mjög fljótt.“

Hann seg­ir að ef rík­is­stjórn­ar­sam­starfið springi þá sé komið á allt annað ástand. 

„En lík­urn­ar á því í augna­blik­inu eru mjög litl­ar.“

Útil­okað að VG haldi for­sæt­is­ráðherra­stóln­um

Ólaf­ur seg­ir ómögu­legt að segja til um hver verði næsti for­sæt­is­ráðherra en hann hef­ur haldið því fram að lík­leg­ast taki Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins og innviðaráðherra, við. 

„En það er eng­an veg­inn hægt að úti­loka að það fari annað hvort til Bjarna [Bene­dikts­son­ar] eða þá Þór­dís­ar Kol­brún­ar [Gylfa­dótt­ur].“

Þá seg­ir hann lík­leg­ast að Vinstri græn­ir fái nýj­an ráðherra. 

„Það er nán­ast úti­lokað að Vinstri græn haldi for­sæt­is­ráðherra­stóln­um, en ég held þá að þeir hljóti að fá ein­hvern inn. Það gætu nátt­úru­lega orðið frek­ari hróker­ing­ar,“ seg­ir Ólaf­ur og nefn­ir að Svandís Svavars­dótt­ir mat­vælaráðherra hafi verið orðuð við innviðaráðuneytið. 

Póli­tísk­ir for­set­ar þekkt­ir 

Er ekk­ert at­huga­vert við það að ef Katrín verður kos­in for­seti að hún leiði rík­is­stjórn sinna gömlu koll­ega?

„Stjórn­skipu­lega er ekk­ert að því,“ seg­ir hann og nefn­ir að í for­setatíð Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar hafi hann lent í átök­um við sína fyrr­ver­andi sam­starfs­menn í stjórn Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur á ár­un­um eft­ir hrun. 

„Hann var þar í raun í slag við sína fyrri banda­menn. Menn geta haft alls kon­ar skoðanir á því hvort að það sé heppi­legt að for­set­inn hafi verið í póli­tík. En það er ekk­ert stjórn­skipu­legt sem mæl­ir gegn því,“ seg­ir Ólaf­ur og bæt­ir við að við höf­um haft póli­tíska for­seta sem hafa skipt sér af stjórn­mál­um. 

Hann nefn­ir að Katrín hafi verið mik­ill sátta­semj­ari í þess­ari rík­is­stjórn og eng­in ástæða til að halda að hún fari að draga taum ein­hvers er hún verður kjör­in. 

„En það er auðvitað kjós­end­anna að meta þetta.“

Frá ríkisráðsfundi ríkisstjórnarinnar 31. desember.
Frá rík­is­ráðsfundi rík­is­stjórn­ar­inn­ar 31. des­em­ber. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina