Greiða 900 milljónir í arð eftir góða afkomu

Árið 2023 var það besta í sögu Vinnslustöðvarinnar með tilliti …
Árið 2023 var það besta í sögu Vinnslustöðvarinnar með tilliti til afkomu samstæðu félagsins. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Sam­stæða Vinnslu­stöðvar­inn­ar hagnaðist um 4,5 millj­arða króna á síðasta ári og nam sam­an­lögð velta henn­ar um 35 millj­örðum króna. Um er að ræða bestu af­komu fé­lags­ins frá upp­hafi.

Á aðal­fundi fé­lags­ins í síðustu viku var samþykkt að greiða hlut­höf­um 900 millj­ón­ir í arð vegna árs­ins 2023, þó með þeim fyr­ir­vara að heim­ilt sé að lækka fjár­hæðina eða hætta við greiðslu arðs skyldi aðstæður breyt­ast þegar líður á þetta ár.

Þetta má lesa í til­kynn­ingu á vef Vinnslu­stöðvar­inn­ar.

Þar seg­ir að góð af­koma á síðasta ári hafi að miklu leyti komið til vegna upp­sjáv­ar­veiðanna, sér­stak­lega vegna gjöf­ul­ustu loðnu­vertíð í verðmæt­um talið frá því að Íslend­ing­ar hófi að stunda veiðarn­ar. Veg­ur þar þungt verð á mjöli og lýsi sem var hátt allt síðasta ár.

Heilt yfir gekk rekst­ur­inn vel árið 2023, þrátt fyr­ir sölutregðu fros­inna botn­fiskaf­urða og verðlækk­un­ar í Banda­ríkj­un­um, Bretlandi og Frakklandi.

„Met­vertíð loðnu í fyrra fylg­ir loðnu­leys­is­ár nú með þeim af­leiðing­um sem slíkt hef­ur fyr­ir sjáv­ar­út­veg­inn, byggðarlög­in þar sem upp­sjáv­ar­veiðar eru stoðir í at­vinnu­lífi og fyr­ir sjálft þjóðarbúið. Loðnu­brest­ur­inn nú er til vitn­is um hve sveiflu­kennd at­vinnu­grein sjáv­ar­út­veg­ur er og mik­illi óvissu háður um skil­yrði og tak­mörk sem móðir nátt­úra set­ur starf­semi hans á hverj­um tíma,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Stöðugild­um fjölgaði um 90

Á síðasta ári festi Vinnslu­stöðin kaup á út­vegs- og fisk­vinnslu­fyr­ir­tækj­un­um Ósi ehf. og Leo Sea­food ehf. af Sig­ur­jóni Óskars­syni út­gerðar­manni og fjöl­skyldu hans í Vest­manna­eyj­um. Með þessu fylgdi skipið Þór­unn Sveins­dótt­ir VE og til­heyr­andi afla­heim­ild­ir.

Við þessa um­fangs­miklu fjár­fest­ingu stækkuðu um­svif sam­stæðu vinnslu­stöðvar­inn­ar um 40% og stöðugild­um fjölgaði um 90, að því er seg­ir í til­kynn­ing­unni. Eru stöðugildi Vinnslu­stöðvar­inn­ar nú 460, þar af 400 á Íslandi og 60 er­lend­is.

Vinnslu­stöðin hef­ur fjár­fest mikið að und­an­förnu og hófst á síðasta ári bygg­inga­fram­kvæmd­ir á lóð Vinnslu­stöðvar­inn­ar, en þar voru göm­ul og úr­elt hús rif­in og rís í staðinn tveggja hæða stein­hús sem tel­ur 5.600 fer­metra. Stefnt er að því að það verði salt­fisk­vinnsla á neðri hæð og að á efri hæðinni verði inn­vigt­un upp­sjáv­ar­afla sem og flokk­un og flök­un.

Gert er ráð fyr­ir að fram­kvæmd­um ljúki á ár­inu 2025.

mbl.is