Guðrún og Orri Páll hætta við ferðina

Guðrún Hafsteinsdóttir og Orri Páll Jóhannsson.
Guðrún Hafsteinsdóttir og Orri Páll Jóhannsson. Samsett mynd

Guðrún Haf­steins­dótt­ir dóms­málaráðherra og Orri Páll Jó­hanns­son, formaður þing­flokks Vinstri grænna, boðuðu bæði for­föll á vorþing Norður­landaráðs sem haldið er í Fær­eyj­um í dag og á morg­un.

Þetta kem­ur fram í svari Rögnu Árna­dótt­ur, skrif­stofu­stjóra Alþing­is, við fyr­ir­spurn mbl.is.

Leiða má að því lík­um að for­föll­in teng­ist stöðunni sem rík­ir inn­an rík­is­stjórn­ar­inn­ar eft­ir að Katrín Jak­obs­dótt­ir til­kynnti um for­setafram­boð sitt.

Sex þing­menn taka þátt í vorþing­inu, eða þau Bryn­dís Har­alds­dótt­ir, Guðmund­ur Ingi Krist­ins­son, Hanna Katrín Friðriks­son, Lín­eik Anna Sæv­ars­dótt­ir, Odd­ný G. Harðardótt­ir og Teit­ur Björn Ein­ars­son.

mbl.is