Saknar þess að sjá Dag B. í viðræðunum

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, við komu á þingfund sem …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, við komu á þingfund sem síðar var frestað. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Miðflokks­ins, seg­ir það ekki hafa komið sér á óvart að þing­fundi hafi verið frestað eins og raun­in varð fyrr í dag. 

Sér­stak­lega í ljósi þess að þrett­án ný stjórn­arþing­mál hefðu komið inn á dag­skrá þings­ins sem sé óvenju­legt þegar um starfs­stjórn er að ræða.

„Ég held að það hafi verið rétt ákvörðun að fresta þing­fundi hvað sem hún seg­ir okk­ur um gang mála í þess­um stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðum. Aug­ljós­lega gef­ur þetta til kynna að menn séu ekki bún­ir að leiða þetta mál til lykta,“ seg­ir Sig­mund­ur.

Vita ekki meira en hver ann­ar 

Eru þið í stjórn­ar­and­stöðunni eitt­hvað meira inni í því að hve þetta er langt komið á leið?

„Nei ég get ekki sagt það. En ég sakna þess að sjá ekki Dag B. Eggerts­son taka þátt í þess­um viðræðum. Hann hef­ur nátt­úr­lega haft mjög mik­il áhrif á stefnu frá­far­andi rík­is­stjórn­ar, t.a.m, hvað varðar flug­völl­inn og borg­ar­línu. Verður þess­um Sam­fylk­ing­ar­mál­um fylgt eft­ir áfram með nýrri rík­is­stjórn. Það vit­um við ekki,“ seg­ir Sig­mund­ur Davíð. 

mbl.is