Þingfundi slitið eftir fimm mínútur

Þingmenn mættu til Alþingis nú síðdegis.
Þingmenn mættu til Alþingis nú síðdegis. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fyrsti þing­fund­ur Alþing­is eft­ir páskafrí hófst kl. 15 en hann stóð aðeins yfir í nokkr­ar mín­út­ur því öll mál voru tek­in af dag­skrá. 

„Öll dag­skrár­mál þessa þing­fund­ar eru nú tek­in af dag­skrá. Fleira ligg­ur ekki fyr­ir á þess­um fundi og boðað verður til næsta fund­ar með dag­skrá, fundi er slitið,“ sagði Birg­ir Ármanns­son, for­seti Alþing­is, þegar klukk­an var 15:05. 

Sam­kvæmt dag­skrá átti fund­ur­inn að hefjast á óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­ar­tíma. 

Birg­ir las þó í upp­hafi fund­ar­ins upp bréf frá Katrínu Jak­obs­dótt­ur þar sem hún sagði af sér þing­mennsku frá og með deg­in­um í dag. 

Bréfið er svohljóðandi:

„Með þessu bréfi segi ég af mér þing­mennsku í ljósi þess að ég hef nú boðið mig fram til embætt­is for­seta Íslands. Ég þakka for­seta þings­ins, þing­mönn­um og öllu starfs­fólki þings­ins gott sam­starf und­an­far­in 17 ár og óska ykk­ur öll­um velfarnaðar í ykk­ar mik­il­vægu störf­um.“

Eva Dögg Davíðsdótt­ir mun taka sæti Katrín­ar á Alþingi en þar sem hún get­ur ekki sinnt þing­mennsku á næst­unni þá mun varamaður­inn René Bi­a­so­ne koma inn í henn­ar stað. 

mbl.is