Átti samtöl um mögulegt samstarf

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. mbl.is/Árni Sæberg

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formaður Viðreisn­ar, seg­ir að hún hafi tekið sam­töl um mögu­legt stjórn­ar­sam­starf þegar leitað var eft­ir því af hálfu stjórn­ar­flokka.

Hins veg­ar hafi alltaf verið ljóst í henn­ar huga að nú­ver­andi rík­is­stjórn­ar­flokk­ar hafi haft hug á frek­ara sam­starfi.

Hún seg­ir þjóðina orðna leiða á tali um stóla­skipti. Nær lagi væri að ein­beita sér að því að ná vöxt­um og verðbólgu niður.

Límið við stól­ana er seigt

„Á spenn­andi póli­tísk­um tím­um þá eiga sam­töl sér stað. En það var all­an tím­ann ljóst að þess­ir flokk­ar ætluðu að vinna sam­an,“ seg­ir Þor­gerður Katrín.

Fram kom á fund­in­um í dag þar sem rík­is­stjórn­in var kynnt að rík­is­stjórn­in setti út­lend­inga­mál og orku­mál á odd­inn. Þor­gerður seg­ir ekk­ert hafa komið fram sem gefi til kynna að Vinstri græn­ir og Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn séu nær því að ná sam­an varðandi þá mála­flokka.

„Þessi stóla­skipti hafa ekki sagt þjóðinni neitt annað en að límið við stól­ana er seigt. En þjóðin er hins veg­ar engu nær varðandi það hvernig leysa á þessi stóru mál,“ seg­ir Þor­gerður Katrín. 

Þora ekki í kosn­ing­ar 

Held­urðu að stjórn­in lifi af til hausts­ins 2025?

„Í haust munu all­ir þess­ir flokk­ar verða mjög prag­ma­tísk­ir. Þeir vildu ekki kosn­ing­ar núna og vilja ekki kosn­ing­ar í haust. Þeir þora það ein­fald­lega ekki. Við í Viðreisn höf­um kallað eft­ir kosn­ing­um þannig að við fáum rík­is­stjórn sem tek­ur á þess­um mál­um. Hvort sem þau eru erfið, óþægi­leg eða snú­in.“

mbl.is