Lilja Alfreðsdóttir, sem að líkindum mun áfram verða menningar- og viðskiptaráðherra þegar ný ríkisstjórn verður kynnt síðar í dag, segir að viðræður hafi gengið vel út frá sjónarhóli Framsóknarflokks og að einhugur hafi verið um áframhaldandi samstarf.
„Eftir mikil og stíf fundarhöld um helgina vorum við sammála um að það væri ekki spurning í okkar huga að það þurfi að forgangsraða í þágu efnahagsmála, orkumála og ná betur um ákveðna verkstjórn í þinginu,“ segir Lilja.
„Það er mjög mikilvægt að það þurfi að klára lykilmál,“ segir Lilja.
„Ég sagðist í síðustu viku bjartsýn um að ríkisstjórnarsamstarfið myndi halda áfram og það var full innistæða fyrir því.“