„Ekki spurning í okkar huga“

Lilja Alfreðsdóttir að loknum þingflokksfundi Framóknarmanna.
Lilja Alfreðsdóttir að loknum þingflokksfundi Framóknarmanna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lilja Al­freðsdótt­ir, sem að lík­ind­um mun áfram verða menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra þegar ný rík­is­stjórn verður kynnt síðar í dag, seg­ir að viðræður hafi gengið vel út frá sjón­ar­hóli Fram­sókn­ar­flokks og að ein­hug­ur hafi verið um áfram­hald­andi sam­starf. 

„Eft­ir mik­il og stíf fund­ar­höld um helg­ina vor­um við sam­mála um að það væri ekki spurn­ing í okk­ar huga að það þurfi að for­gangsraða í þágu efna­hags­mála, orku­mála og ná bet­ur um ákveðna verk­stjórn í þing­inu,“ seg­ir Lilja. 

Þarf að klára lyk­il­mál 

„Það er mjög mik­il­vægt að það þurfi að klára lyk­il­mál,“ seg­ir Lilja.

„Ég sagðist í síðustu viku bjart­sýn um að rík­is­stjórn­ar­sam­starfið myndi halda áfram og það var full inni­stæða fyr­ir því.“

mbl.is