Hlakkar til að sinna utanríkismálum að nýju

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, verðandi utanríkisráðherra að nýju, segist hlakka …
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, verðandi utanríkisráðherra að nýju, segist hlakka til að taka við ráðherrastólnum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, frá­far­andi fjár­mála- og efna­hags­ráðherra og verðandi ut­an­rík­is­ráðherra, seg­ist hlakka til þess sinna ut­an­rík­is­mál­un­um að nýju. Hún seg­ist bjart­sýn á að rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir muni klára kjör­tíma­bilið.

Rík­is­ráðsfund­ur fór fram á Bessa­stöðum í kvöld og tek­ur Þór­dís aft­ur við ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu.  

Snýst um að vinna sína vinnu

Hvernig lýst þér á að vera kom­in aft­ur í ut­an­rík­is­ráðuneytið?

„Ég var auðvitað rétt að byrja í fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­inu og gerði ráð fyr­ir því að klára kjör­tíma­bilið, en svona er póli­tík­in. Ég er fara inn í ráðuneyti sem ég þekki mjög vel og hlakka til að koma aft­ur í.

Við erum að lifa víðsjár­verðustu tíma sem við höf­um séð í marga ára­tugi og það að leggja höfuðáherslu á ör­ygg­is- og varn­ar­mál og þró­un­ar­sam­vinnu og viðskiptafrelsi – mér líður vel í þeim mála­flokk­um. Síðan snýst þetta um að mæta til leiks og vinna sína vinnu,“ seg­ir Þór­dís.

Ertu bjart­sýn á að þið klárið kjör­tíma­bilið

„Já ég er það, mér finnst ekki þýða neitt annað. Við erum kos­in til fjög­urra ára og við höf­um þenn­an sterka meiri­hluta.“

Hvenær varð þér ljóst að þú mynd­ir skipta um ráðuneyti?

„Þetta hafa verið svo lang­ir og furðuleg­ir dag­ar að ég held ég geti ekki svarað því með ná­kvæmri tíma­setn­ingu, enda voru þetta mjög mörg sam­töl. Ég gat þó gert ráð fyr­ir því hvert þetta stefndi,“ seg­ir hún. 

mbl.is