Íhugar vantrauststillögu á Bjarna eða ríkisstjórnina

Inga segir að ný ríkisstjórn hugsi ekki um velferð fólksins …
Inga segir að ný ríkisstjórn hugsi ekki um velferð fólksins í landinu og kallar eftir alþingiskosningum. mbl.is/Árni Sæberg

Inga Sæ­land kveðst núna íhuga að leggja fram van­traust­stil­lögu á rík­is­stjórn­in í heild sinni eða Bjarna Bene­dikts­son, verðandi for­sæt­is­ráðherra.

„Þetta er sama gamla vínið á sömu gömlu belgj­un­um,“ seg­ir hún í sam­tali við mbl.is, aðspurð um nýju rík­is­stjórn­ina.

Inga seg­ir þessa rík­is­stjórn ekki hugsa um vel­ferð fólks­ins í land­inu og kall­ar því eft­ir að kosið verði til Alþing­is. 

„Það eru 2/​3 þjóðar­inn­ar sem er að óska eft­ir því að fá að nýta lýðræðið sitt og kjósa hér nýja vald­hafa, það er ekki flókn­ara en það,“ seg­ir hún og vís­ar í skoðanakann­an­ir.

Hún seg­ist þó sýna skiln­ing á því að ekki sé blásið til kosn­inga strax í ljósi for­seta­kosn­ing­anna. Að henn­ar mati væri til­valið að kjósa í haust.

Mun draga til­lög­una til baka

Inga lagði fram van­traust­stil­lögu á hend­ur Svandís­ar Svavars­dótt­ur, frá­far­andi mat­vælaráðherra, í gær en mun hún núna draga til­lög­una til baka þar sem Svandís er nú á leið í innviðaráðuneytið.

„Stjórn­skipu­lega get ég ekki elt hana með hana [til­lög­una] þangað,“ seg­ir Inga.

Seg­ir hefð vera að skap­ast sem henni hugn­ast ekki

Hún seg­ir það koma til greina að leggja fram van­traust­stil­lögu á rík­is­stjórn­ina og seg­ir það vera til umræðu meðal ein­hverra þing­manna.

„Eða kannski bara Bjarna – hvað segið þið um það? Hann er bú­inn að vera kos­inn í öll­um könn­un­um sem óvin­sæl­asti stjórn­mála­maður­inn ansi lengi og núna er hann orðinn höfuðið á stjórn­skip­an lands­ins,“ seg­ir Inga.

Er það næg ástæða fyr­ir van­traust­stil­lögu, þarf hann ekki að hafa brotið af sér sem for­sæt­is­ráðherra?

„Hann nátt­úru­lega taldi sig hafa axlað ábyrgð þegar hann fór úr fjár­málaráðuneyt­inu í ut­an­rík­is­ráðuneytið á sín­um tíma. Hon­um þótti það nægja til þess að axla sína ábyrgð gagn­vart áliti umboðsmanns, það er ýms­um sem þykir það ekki nóg. Með því hef­ur hann skapað ákveðna – næst­um því – hefð. Nú er Svandís far­inn úr mat­vælaráðuneyt­inu yfir í eitt­hvað annað til að losna und­an van­trausti. Það er að skap­ast ein­hver hefð sem mér hugn­ast ekki,“ seg­ir Inga og bæt­ir við að nauðsyn­legt sé að embætt­is­glöp­um fylgi af­leiðing­ar.

Hún seg­ir mik­inn sam­hug í stjórn­ar­and­stöðunni og lof­ar sterkri and­stöðu frá þeim.

mbl.is