Jóhanna Guðrún flytur þjóðhátíðarlagið í ár

Tónlistarkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir flytur þjóðhátíðarlagið í ár!
Tónlistarkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir flytur þjóðhátíðarlagið í ár!

Tón­list­ar­kon­an Jó­hanna Guðrún Jóns­dótt­ir er höf­und­ur og flytj­andi þjóðhátíðarlags­ins árið 2024. Lagið ætl­ar hún að vinna með Hall­dóri Gunn­ari Páls­syni og hlakk­ar til að leyfa þjóðinni að heyra það á vor­dög­um. 

Þjóðhátíð í Vest­manna­eyj­um er vin­sæl­asta úti­hátíð lands­ins og hef­ur verið hald­in ár­lega í ág­úst­mánuði frá ár­inu 1916, að und­an­skildu 2020 og 2021 vegna heims­far­ald­urs­ins.

Það er nóg um að vera hjá Jóhönnu Guðrúnu þessa …
Það er nóg um að vera hjá Jó­hönnu Guðrúnu þessa dag­ana!

„Þetta er lagið sem ég hef verið að leita að“

Það er því nóg um að vera hjá Jó­hönnu Guðrúnu þessa dag­ana, en síðastliðinn föstu­dag gaf hún líka út ábreiðu af lag­inu Hetj­an með Herra Hnetu­smjöri, Hug­in og Þormóði Ei­ríks­syni.

„Steindi Jr. sagði að hon­um langaði að heyra þetta lag í mín­um flutn­ingi. Þegar ég var búin að hlusta á lagið að þá rann það upp fyr­ir mér að þetta er lagið sem að ég hef verið að leita að en mig hef­ur lengi langað til að gera svona ábreiðu, með lagi sem að fólk myndi ekki endi­lega giska á að ég myndi flytja. Ég lét bara vaða og er virki­lega ánægð með út­kom­una og ég vona að þið séuð það líka,” seg­ir Jó­hanna Guðrún

„Mömm­ur þurfa pásu“

Mamma þarf að djamma snýr svo aft­ur laug­ar­dag­inn 13. apríl. Viðburður­inn er skapaður til að gera kon­um í at­vinnu­líf­inu á Íslandi hátt und­ir höfði eina kvöld­stund þar sem kon­ur, vin­kon­ur, mæðgur og allt fólk sem vill hafa gam­an og heiðra kon­urn­ar í lífi sínu koma sam­an. Mömm­ur þurfa pásu, hvíld frá þriðju vakt­inni, njóta lífs­ins og hafa gam­an. En að sjálf­sögðu eru öll kyn vel­kom­in. Viðburður­inn er upp­lif­un en ekki bara tón­leik­ar.

„Á hon­um fá kven­frum­kvöðlar tæki­færi til að kynna fyr­ir­tæk­in sín svo þetta er eins og lítið fyr­ir­tækja „expo“ fyr­ir kon­ur í at­vinnu­líf­inu. Við bjóðum síðan upp á frá­bæra tón­leika dag­skrá. Viðburður­inn á að vera hvatn­ing og inn­blást­ur fyr­ir aðra sem vilja fara í rekst­ur eða stofna eigið fyr­ir­tæki.

Þessi hug­mynd kom í kjöl­farið af því að ég hef sungið þetta skemmti­lega lag síðan 2013 með Baggal­úti og það hef­ur fylgt mér alla tíð síðan og mig langaði bara hrein­lega að gera eitt­hvað meira úr því! Þannig fór ég að velta því fyr­ir mér hvernig væri hægt að fagna kon­um í gegn um þetta lag og þá spratt hug­mynd­in að þess­um viðburði,“ út­skýr­ir Jó­hanna guðrún.

Sam­hliða und­ir­bún­ingi á Mamma þarf að djamma hef­ur Jó­hanna gefið út vel val­in lög með Hall­dóri Gunn­ari sem hafa verið flutt alla föstu­daga fram að viðburði í út­varpsþætt­in­um FM95BLÖ, en Hetj­an er ein­mitt eitt af þeim. Lög­in eru kom­in út á Spotify og það lag sem fær bestu viðtök­urn­ar þar verður svo flutt á tón­leik­un­um. 

Viðburðurinn er haldinn í Háskólabíói og fer miðasalan fram á …
Viðburður­inn er hald­inn í Há­skóla­bíói og fer miðasal­an fram á tix.is.
mbl.is