Nýju fólki fylgi nýjar áherslur

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, verðandi matvælaráðherra.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, verðandi matvælaráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir, þingmaður Vinstri grænna og verðandi mat­vælaráðherra, seg­ist líta svo á að gott verk hafi verið unnið und­ir for­ystu Svandís­ar Svavars­dótt­ur í ráðuneyt­inu en nýju fólki fylgi þó nýj­ar áhersl­ur.

Bjarkey lagði leið sína á Bessastaði í kvöld þar sem ný rík­is­stjórn tek­ur við og hún við kefl­inu af Svandísi sem verður innviðaráðherra.

Spurð hvernig til­finn­ing­in sé að taka við embætti mat­vælaráðherra seg­ir hún:

„Hún er mjög góð skal ég segja þér. Ég hlakka mikið til þess að tak­ast á við þau verk­efni sem framund­an eru.“

Gott verk unnið und­ir for­ystu Svandís­ar

Munt þú koma með nýj­ar áhersl­ur inn í ráðuneytið?

„Nýju fólki fylgja auðvitað ein­hverj­ar breytt­ar áhersl­ur af eðli máls að skilja. Ég lít svo á að gott verk hafi verið unnið und­ir for­ystu Svandís­ar Svavars­dótt­ur og sann­ar­lega held ég áfram með þau verk. En eins og ég segi, þá fylgja nýju fólki fylgja alltaf nýj­ar áhersl­ur.“

End­ur­nýj­un á ör­orku­kerf­inu, orku­öfl­un og út­lend­inga­mál eru stór mál sem rík­is­stjórn­in hyggst taka fyr­ir í þing­inu. Spurð hvort þau verði rík­is­stjórn­inni til trafala næstu mánuðina seg­ir hún:

„Það held ég ekki. Ég held að við vinn­um að far­sælli lausn á þess­um mál­um sem við stönd­um frammi fyr­ir. Mörg góð mál eru kom­in nú þegar inn í þingið og eru í vinnslu í nefnd­um. Mörg góð mál bíða fyrstu umræðu og ég held að við leggj­um af stað sem ein­ing inn í þetta.“

Vongóð um að rík­is­stjórn­in klári tíma­bilið

Ertu vongóð um að þessi rík­is­stjórn klári kjör­tíma­bilið?

„Það ætla ég rétt að vona.“

Þá að mál­efni sem hafa verið mikið í umræðunni í kring­um for­vera þinn, hval­veiðar. Það er búið að sækja um leyfi til þess að fram­lengja leyfi Hvals hf. til að veiða hval áfram. Er þetta eitt­hvað sem þú hyggst veita?

„Ég tek enga af­stöðu til þess núna. Ég hyggst fara yfir það með ráðuneyt­is­fólki, byrja á því að kynna mér mál­in og annað slíkt áður en ég tek ákv­arðanir um það eða eitt­hvað annað.“

Bjarkey við komuna á Bessastaði í kvöld.
Bjarkey við kom­una á Bessastaði í kvöld. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is