Ríkisráðsfundur síðar í dag

Búist er við því að Bjarni Benediktsson verði næsti forsætisráðherra.
Búist er við því að Bjarni Benediktsson verði næsti forsætisráðherra. Eggert Jóhannesson

Rík­is­ráðsfund­ur verður boðaður síðar í dag þar sem ný rík­is­stjórn und­ir for­ystu Bjarna Bene­dikts­son­ar, for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins, tek­ur við.

Þetta herma heim­ild­ir mbl.is. Enn frem­ur að nýr ráðahag­ur um stóla­skipti ráðherra verði ekki bor­inn und­ir stofn­an­ir flokk­anna þar sem litið er svo á að mál­efna­samn­ing­ur á milli stjórn­ar­flokk­anna sé enn í gildi. Því muni ekki ger­ast þörf á því.

Eins og fram hef­ur komið er bú­ist við því að Bjarni verði for­sæt­is­ráðherra, Sig­urður Ingi Jó­hanns­son verði fjár­málaráðherra, Svandís Svavars­dótt­ir taki við innviðaráðuneyt­inu en Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir fari aft­ur í ut­an­rík­is­mál­in.

Þrír þing­menn orðaðir við mat­vælaráðuneytið

Ekki er ljóst hver tek­ur við mat­vælaráðuneyt­inu en það verður áfram á for­ræði Vinstri grænna. Bjarni Jóns­son hef­ur verið orðaður við stól­inn sem full­trúi lands­byggðar­inn­ar auk þess að hafa góða mennt­un til embætt­is­ins sem fiski­fræðing­ur. En á það hef­ur verið bent að Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir, vara­formaður þing­flokks­ins, sem kem­ur úr NA-kjör­dæmi og Orri Páll Jó­hanns­son þing­flokks­formaður úr Reykja­vík suður gætu gert til­kall til ráðherra­stóls.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina